Handbolti

Sigvaldi hefur spilað langmest allra á EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mikið hefur mætt á Sigvaldi Guðjónssyni undanfarna daga.
Mikið hefur mætt á Sigvaldi Guðjónssyni undanfarna daga. getty/Sanjin Strukic

Enginn leikmaður hefur spilað meira á Evrópumótinu í handbolta en Sigvaldi Guðjónsson.

Mikið hefur mætt á Sigvalda á EM enda er hann eini örvhenti hornamaðurinn í íslenska hópnum. Sigvaldi hefur spilað 344 mínútur í sex leikjum á EM, 25 mínútum meira en næsti maður, samherji hans hjá Kielce, Pólverjinn Arkadiusz Moryto.

Raunar eru þeir þrír leikmenn sem hafa spilað mest á EM allt hægri hornamenn; Sigvaldi, Moryto og Króatinn Ivan Cupic. Sá síðarnefndi skoraði fimm mörk, allt úr vítaköstum, þegar Króatía vann Ísland, 22-23, í gær.

Sigvaldi er ekki bara búinn að spila mest allra leikmanna á EM heldur hefur enginn hlaupið meira á mótinu en hann, eða 28,84 kílómetra.

Þrír Íslendingar eru á meðal þeirra nítján leikmanna sem hafa spilað mest á EM. Ómar Ingi Magnússon er í 12. sæti með 263 mínútur og Ýmir Örn Gíslason í 19. sætinu með 242 mínútur.

Ísland mætir Svartfjallalandi í lokaleik sínum í milliriðli I klukkan 14:30 á morgun. Íslendingar eiga enn möguleika á að komast í undanúrslit en til að það gerist þurfa þeir að vinna Svartfellinga og treysta á að Danir vinni Frakka um kvöldið. Svartfjallaland getur ekki komist í undanúrslit en með sigri á Íslandi tryggir liðið sér réttinn til að keppa um 5. sætið á EM.


Tengdar fréttir

Darri: Höfum allt að vinna og engu að tapa

„Þetta var virkilega svekkjandi, sérstaklega þar sem við vorum með þetta í lokin. Virkilega leiðinlegt að missa þetta svona úr höndunum á sér,“ sagði Darri Aronsson en hann kom óvænt inn í lið Íslands sem tapaði með eins marks mun gegn Króatíu á EM í handbolta.

Elliði: Fyrst og fremst drullusvekktur út í sjálfan mig

„Það er drullusvekkjandi að við höfum farið svona með þetta sjálfir. Það stingur inn að beini,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, svekktur og sár eftir tapið nauma gegn Króatíu á EM í handbolta í dag.

Ómar: Ekki nógu gott og það svíður

„Við hefðum getað spilað betur og þurft að gera betur á mörgum sviðum,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, svekktur eftir tapið gegn Króatíu á EM í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.