Róbert tók Elliða í fjarkennslu í að klára færin og sagði honum að nota Rússatrixið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2022 11:01 Elliði Snær Viðarsson hefur átt góða leiki með íslenska landsliðinu á EM. getty/Sanjin Strukic Róbert Gunnarsson er ánægður með Elliða Snæ Viðarsson og frammistöðu hans með íslenska handboltalandsliðinu en vill sjá hann klára færin sín betur. Elliði skoraði eitt mark úr þremur skotum þegar Ísland tapaði fyrir Króatíu, 22-23, í milliriðli I á EM í gær. Ásgeir Örn Hallgrímsson er búinn að fá nóg af tilraunum Elliða til að vippa yfir markverði en Róbert er ekki alveg sammála. „Það er í raun ekkert að því að vippa en vippan þarf bara að vera betri. Hann á að vippa almennilega, snúa hann eða skjóta almennilega á markið,“ sagði Róbert í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar þar sem þeir Ásgeir Örn fóru yfir leikinn gegn Króatíu með Stefáni Árna Pálssyni. Ivan Pesic, markvörður Króatíu, greip vippu Elliða í leiknum án mikilla vandræða. Róbert er á því að það hafi haft áhrif á Eyjamanninn þegar hann klikkaði á dauðafæri undir lok leiks þegar hann gat komið Íslandi tveimur mörkum yfir. „Svo klikkaði aftur undir lokin sem var dýrt. Þetta vinnur á móti honum. Auðvitað missir hann niður smá sjálfstraust því hann greip vippuna hans. Hann þurfti ekki að teygja sig í hann. Þá verður hann kannski aðeins stífari og skýtur beint í hann þegar hann hefði átt að vippa því markvörðurinn kom svo langt út á móti,“ sagði Róbert. Róbert er einn allra besti línumaður sem Ísland hefur átt og gaf Elliða nokkur góð ráð þegar kemur að því að skora úr færunum sínum. „Mér finnst Elliði æðislegur og hann gerir margt rosalega flott. Hann þarf bara aðeins meiri yfirvegun í skotin, bíða, telja upp að þremur og skjóta svo. Þetta mun koma hjá honum. Hann er á flottri vegferð,“ sagði Róbert. „Einn góður Rússi kenndi mér þetta. Ef þú hoppar upp teldu upp að þremur í huganum áður en þú skýtur. Ég gerði þetta allan minn feril, reyndi að telja, sérstaklega þegar mikið var undir. Þá þurftirðu að nota einhver trix til að vera í jafnvægi. Þá er mjög gott að gera þetta, ef þú hefur tíma. Þú hefur auðvitað ekki alltaf tíma.“ Róbert segir að listin að klára færin sín snúist líka um það að plata markvörðinn. „Þú þarft að hóta skotinu annars staðar áður en þú vippar. Þú mátt ekki sýna vippuna of fljótt. Hornamenn gera þetta oft, sýna alltof fljótt hvað þeir ætla að gera. Þetta er sölumennska. Þú þarft að sýna markverðinum annað en þú ætlar að gera,“ sagði Róbert. Hlusta má á EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Elliði skoraði eitt mark úr þremur skotum þegar Ísland tapaði fyrir Króatíu, 22-23, í milliriðli I á EM í gær. Ásgeir Örn Hallgrímsson er búinn að fá nóg af tilraunum Elliða til að vippa yfir markverði en Róbert er ekki alveg sammála. „Það er í raun ekkert að því að vippa en vippan þarf bara að vera betri. Hann á að vippa almennilega, snúa hann eða skjóta almennilega á markið,“ sagði Róbert í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar þar sem þeir Ásgeir Örn fóru yfir leikinn gegn Króatíu með Stefáni Árna Pálssyni. Ivan Pesic, markvörður Króatíu, greip vippu Elliða í leiknum án mikilla vandræða. Róbert er á því að það hafi haft áhrif á Eyjamanninn þegar hann klikkaði á dauðafæri undir lok leiks þegar hann gat komið Íslandi tveimur mörkum yfir. „Svo klikkaði aftur undir lokin sem var dýrt. Þetta vinnur á móti honum. Auðvitað missir hann niður smá sjálfstraust því hann greip vippuna hans. Hann þurfti ekki að teygja sig í hann. Þá verður hann kannski aðeins stífari og skýtur beint í hann þegar hann hefði átt að vippa því markvörðurinn kom svo langt út á móti,“ sagði Róbert. Róbert er einn allra besti línumaður sem Ísland hefur átt og gaf Elliða nokkur góð ráð þegar kemur að því að skora úr færunum sínum. „Mér finnst Elliði æðislegur og hann gerir margt rosalega flott. Hann þarf bara aðeins meiri yfirvegun í skotin, bíða, telja upp að þremur og skjóta svo. Þetta mun koma hjá honum. Hann er á flottri vegferð,“ sagði Róbert. „Einn góður Rússi kenndi mér þetta. Ef þú hoppar upp teldu upp að þremur í huganum áður en þú skýtur. Ég gerði þetta allan minn feril, reyndi að telja, sérstaklega þegar mikið var undir. Þá þurftirðu að nota einhver trix til að vera í jafnvægi. Þá er mjög gott að gera þetta, ef þú hefur tíma. Þú hefur auðvitað ekki alltaf tíma.“ Róbert segir að listin að klára færin sín snúist líka um það að plata markvörðinn. „Þú þarft að hóta skotinu annars staðar áður en þú vippar. Þú mátt ekki sýna vippuna of fljótt. Hornamenn gera þetta oft, sýna alltof fljótt hvað þeir ætla að gera. Þetta er sölumennska. Þú þarft að sýna markverðinum annað en þú ætlar að gera,“ sagði Róbert. Hlusta má á EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira