Þjálfari Dana með skelfileg skilaboð fyrir Íslendinga Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2022 08:01 Örlög Íslendinga eru að stórum hluta í höndum Mathias Gidsel og félaga í danska landsliðinu. Gidsel er þó líklegur til að fá að hvíla sig á morgun eftir að hafa verið magnaður í sóknarleik Dana á mótinu. EPA-EFE/Tibor Illyes Íslendingar liggja á bæn um sæti í undanúrslitum á EM í handbolta en til þess þarf þjóðin hjálp frá sínum gamla drottnara, Danmörku. Þjálfara Dana virðist hjartanlega sama um það. Danmörk hefur verið besta lið mótsins til þessa og unnið alla sína leiki sem þýðir að liðið hefur þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum á EM. Spurningin er hvort að Frakkland eða Ísland fylgi liðinu upp úr milliriðli 1. Það ræðst á morgun. Ísland þarf að vinna Svartfjallaland og treysta á að Frakkland tapi svo gegn Danmörku um kvöldið. Ef að Ísland vinnur sinn leik hafa Danir því mikið um það að segja hvort að Íslendingar eða Frakkar fylgi þeim áfram en Nikolaj Jacobsen, þjálfari Dana, er lítið að velta því fyrir sér. „Mun alveg örugglega hvíla nokkra leikmenn“ „Við reynum að mæta og spila góðan leik á miðvikudaginn. En stærsti fókusinn núna er á að vera með ferska leikmenn á föstudaginn [í undanúrslitunum]. Það er mikilvægasti leikur okkar núna,“ sagði Jacobsen við Jyllands-Posten. „Ég mun alveg örugglega hvíla nokkra leikmenn og við verðum að sjá til hverjir þurfa á hvíld að halda og hverjir ekki,“ sagði Jacobsen. Nikolaj Jacobsen vill fyrst og fremst vera með sem ferskast lið í undanúrslitunum á föstudaginn.EPA-EFE/Tibor Illyes Þjálfarinn hefur fyrr í mótinu beitt sömu aðferðum því hann hvíldi lykilmenn í síðasta leik riðlakeppninnar, gegn Norður-Makedóníu, þegar Danmörk hafði þegar tryggt sér sigur í sínum riðli. Það er huggun harmi gegn að Danir eiga marga góða leikmenn og Mathias Gidsel, sem lék Íslendinga grátt, lofar því að enginn ætli að láta Frakka valta yfir sig: „Við verðum að sjá til hvort að ég spili. En það er alveg öruggt að Danmörk fer aldrei inn á völlinn til þess að tapa handboltaleik. Hvort sem að það verður ég eða einhverjir aðrir sem að spila þá verðum við með mjög gott lið sem Frakkar geta ekkert vaðið yfir,“ sagði Gidsel. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Danmörk er Íslands eina von eftir sigur Frakklands Frakkland hefndi fyrir tapið gegn Íslandi og stökk upp í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í handbolta með níu marka sigri á Svartfjallalandi í kvöld, lokatölur 36-27. 24. janúar 2022 21:15 EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: „Fannst vanta smá greddu þarna í lokin“ Stefán Árni Pálsson, Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fóru yfir grátlegt tap Íslands gegn Króatíu á Evrópumótinu í handbolta í dag. 24. janúar 2022 23:30 Skýrsla Henrys: Leikur hinna glötuðu tækifæra Svo svekkjandi. Svo hrikalega svekkjandi. Samt svo mikið stolt yfir því hvað þessir drengir eru að afreka við hrikalega erfiðar aðstæður í Búdapest. 24. janúar 2022 17:40 Twitter yfir grátlegu tapi Íslands: „Króatía hefur mölvað í mér hjartað oft áður“ Íslenska landsliðið í handbolta mátti þola grátlegt eins marks tap í milliriðli Evrópumótsins í dag. Lokatölur 23-22 Króatíu í vil. 24. janúar 2022 17:00 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Sjá meira
Danmörk hefur verið besta lið mótsins til þessa og unnið alla sína leiki sem þýðir að liðið hefur þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum á EM. Spurningin er hvort að Frakkland eða Ísland fylgi liðinu upp úr milliriðli 1. Það ræðst á morgun. Ísland þarf að vinna Svartfjallaland og treysta á að Frakkland tapi svo gegn Danmörku um kvöldið. Ef að Ísland vinnur sinn leik hafa Danir því mikið um það að segja hvort að Íslendingar eða Frakkar fylgi þeim áfram en Nikolaj Jacobsen, þjálfari Dana, er lítið að velta því fyrir sér. „Mun alveg örugglega hvíla nokkra leikmenn“ „Við reynum að mæta og spila góðan leik á miðvikudaginn. En stærsti fókusinn núna er á að vera með ferska leikmenn á föstudaginn [í undanúrslitunum]. Það er mikilvægasti leikur okkar núna,“ sagði Jacobsen við Jyllands-Posten. „Ég mun alveg örugglega hvíla nokkra leikmenn og við verðum að sjá til hverjir þurfa á hvíld að halda og hverjir ekki,“ sagði Jacobsen. Nikolaj Jacobsen vill fyrst og fremst vera með sem ferskast lið í undanúrslitunum á föstudaginn.EPA-EFE/Tibor Illyes Þjálfarinn hefur fyrr í mótinu beitt sömu aðferðum því hann hvíldi lykilmenn í síðasta leik riðlakeppninnar, gegn Norður-Makedóníu, þegar Danmörk hafði þegar tryggt sér sigur í sínum riðli. Það er huggun harmi gegn að Danir eiga marga góða leikmenn og Mathias Gidsel, sem lék Íslendinga grátt, lofar því að enginn ætli að láta Frakka valta yfir sig: „Við verðum að sjá til hvort að ég spili. En það er alveg öruggt að Danmörk fer aldrei inn á völlinn til þess að tapa handboltaleik. Hvort sem að það verður ég eða einhverjir aðrir sem að spila þá verðum við með mjög gott lið sem Frakkar geta ekkert vaðið yfir,“ sagði Gidsel.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Danmörk er Íslands eina von eftir sigur Frakklands Frakkland hefndi fyrir tapið gegn Íslandi og stökk upp í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í handbolta með níu marka sigri á Svartfjallalandi í kvöld, lokatölur 36-27. 24. janúar 2022 21:15 EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: „Fannst vanta smá greddu þarna í lokin“ Stefán Árni Pálsson, Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fóru yfir grátlegt tap Íslands gegn Króatíu á Evrópumótinu í handbolta í dag. 24. janúar 2022 23:30 Skýrsla Henrys: Leikur hinna glötuðu tækifæra Svo svekkjandi. Svo hrikalega svekkjandi. Samt svo mikið stolt yfir því hvað þessir drengir eru að afreka við hrikalega erfiðar aðstæður í Búdapest. 24. janúar 2022 17:40 Twitter yfir grátlegu tapi Íslands: „Króatía hefur mölvað í mér hjartað oft áður“ Íslenska landsliðið í handbolta mátti þola grátlegt eins marks tap í milliriðli Evrópumótsins í dag. Lokatölur 23-22 Króatíu í vil. 24. janúar 2022 17:00 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Sjá meira
Danmörk er Íslands eina von eftir sigur Frakklands Frakkland hefndi fyrir tapið gegn Íslandi og stökk upp í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í handbolta með níu marka sigri á Svartfjallalandi í kvöld, lokatölur 36-27. 24. janúar 2022 21:15
EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: „Fannst vanta smá greddu þarna í lokin“ Stefán Árni Pálsson, Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fóru yfir grátlegt tap Íslands gegn Króatíu á Evrópumótinu í handbolta í dag. 24. janúar 2022 23:30
Skýrsla Henrys: Leikur hinna glötuðu tækifæra Svo svekkjandi. Svo hrikalega svekkjandi. Samt svo mikið stolt yfir því hvað þessir drengir eru að afreka við hrikalega erfiðar aðstæður í Búdapest. 24. janúar 2022 17:40
Twitter yfir grátlegu tapi Íslands: „Króatía hefur mölvað í mér hjartað oft áður“ Íslenska landsliðið í handbolta mátti þola grátlegt eins marks tap í milliriðli Evrópumótsins í dag. Lokatölur 23-22 Króatíu í vil. 24. janúar 2022 17:00