Handbolti

Elliði: Fyrst og fremst drullusvekktur út í sjálfan mig

Sindri Sverrisson skrifar
Elliði Snær Viðarsson í átökum á línunni gegn Króatíu í dag.
Elliði Snær Viðarsson í átökum á línunni gegn Króatíu í dag. Getty/Sanjin Strukic

„Það er drullusvekkjandi að við höfum farið svona með þetta sjálfir. Það stingur inn að beini,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, svekktur og sár eftir tapið nauma gegn Króatíu á EM í handbolta í dag.

Ísland átti mjög erfitt uppdráttar í seinni hálfleik, eftir að hafa verið 12-10 yfir í hálfleik en tapaði á endanum 23-22 eftir að Króatar skoruðu síðustu tvö mörk leiksins.

„Ég er mjög stoltur af liðinu að hafa búið sér til tækifæri, og þetta féll á einu marki til eða frá. Það er mjög vel gert, en mér fannst við vera svolítið þungir á okkur í dag. Við fórum alveg með þetta sjálfir,“ sagði Elliði. 

Klippa: Elliði eftir tapið gegn Króatíu

Hann gaf lítið fyrir að Króatar væru stórir og erfiðir viðureignar:

„Þeir eru svo sem ekkert stærri en aðrir. Frakkarnir eru stórir og Ungverjarnir eru stórir, og það hefur hentað okkur ágætlega hingað til.

Núna fer einbeitingin bara á næsta leik en þetta er drullusvekkjandi og ég er fyrst og fremst drullusvekktur út í sjálfan mig. Mér fannst ég ekki eiga nógu góðan leik í dag,“ sagði Elliði.

Kannski kominn tími til að hætta vippunum

Einhverjir hafa bent á að Elliði sé of gjarn á að reyna vippuskot af línunni, líkt og hann gerði um miðjan seinni hálfleik þegar Ivan Pesic varði frá honum:

„Ég þarf að skoða þetta betur en mér fannst þetta vera dauðafæri til að vippa. Þetta var bara hörmuleg vippa, fyrst og fremst, og það er kannski kominn tími til að ég leggi þessu í bili. Þetta er búið að ganga vægast sagt á afturfótunum á þessu móti,“ sagði Elliði.


Tengdar fréttir

Ómar: Ekki nógu gott og það svíður

„Við hefðum getað spilað betur og þurft að gera betur á mörgum sviðum,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, svekktur eftir tapið gegn Króatíu á EM í dag.

Darri: Höfum allt að vinna og engu að tapa

„Þetta var virkilega svekkjandi, sérstaklega þar sem við vorum með þetta í lokin. Virkilega leiðinlegt að missa þetta svona úr höndunum á sér,“ sagði Darri Aronsson en hann kom óvænt inn í lið Íslands sem tapaði með eins marks mun gegn Króatíu á EM í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×