Handbolti

Twitter yfir grát­legu tapi Ís­lands: „Króatía hefur mölvað í mér hjartað oft áður“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Enn á ný brýtur Króatíu íslensk hjörtu.
Enn á ný brýtur Króatíu íslensk hjörtu. EPA-EFE/Zsolt Szigetvary

Íslenska landsliðið í handbolta mátti þola grátlegt eins marks tap í milliriðli Evrópumótsins í dag. Lokatölur 23-22 Króatíu í vil.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hin fræga Króatíu-grýla skýtur upp kollinum og þegar syrti í álinn hjá íslenska liðinu í dag þá rifjaðist ónota tilfinningin upp fyrir mörgum. 

Hér að neðan má sjá það helsta sem Twitter hafði að segja um leik dagsins og segja mætti að tístin endurspegli fullkomlega gang leiksins en bjartsýnin var mikil fyrir leik og í hálfleik eftir frábæran fyrri hálfleik hjá íslenska liðinu. Svo vaknaði grýla.

Fyrir leik fékk okkar allra besti Guðjón Guðmundsson, eða einfaldlega Gaupi, þá viðurkenningu sem hann á skilið.

Þjóðsöngurinn fer misvel í mannskapinn.

Landsliðsferill Elvars Ásgeirssonar heldur áfram.

Stressið var fljótt að segja til sín.

Eyjamaðurinn Elliði Vignisson vakti athygli snemma leiks.

Varnarleikurinn vakti almennt athygli.

Sem og Viktor Gísli.

Kostur að kunna tungumál mótherjans.

Kettir skemmta sér vel yfir handbolta.

Ísland leiddi með tveimur í hálfleik.

Króatar byrjuðu síðari hálfleikinn sterkt.

Plötusnúðurinn í höllinni vakti athygli áhorfenda.

Er knattspyrnumaðurinn Óskar Örn Hauksson einnig handboltamaður?

Tin Lucin átti leiðinlega góðan leik í liði Króatíu.

Grýla reis upp frá dauðum í síðari hálfleik. 


Tengdar fréttir

Ómar: Ekki nógu gott og það svíður

„Við hefðum getað spilað betur og þurft að gera betur á mörgum sviðum,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, svekktur eftir tapið gegn Króatíu á EM í dag.

Elliði: Fyrst og fremst drullusvekktur út í sjálfan mig

„Það er drullusvekkjandi að við höfum farið svona með þetta sjálfir. Það stingur inn að beini,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, svekktur og sár eftir tapið nauma gegn Króatíu á EM í handbolta í dag.

Darri: Höfum allt að vinna og engu að tapa

„Þetta var virkilega svekkjandi, sérstaklega þar sem við vorum með þetta í lokin. Virkilega leiðinlegt að missa þetta svona úr höndunum á sér,“ sagði Darri Aronsson en hann kom óvænt inn í lið Íslands sem tapaði með eins marks mun gegn Króatíu á EM í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×