Erlent

Kallaði blaðamann Fox heimskan tíkarson

Samúel Karl Ólason skrifar
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/ANdrew Harnik

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, kallaði Peter Doocy, blaðamann Fox, heimskan tíkarson í gær. Biden virtist ætla að hvísla það en blótaði óvart í hljóðnema.

Hvíta húsið hafði tilkynnt sérstakar aðgerðir til að sporna gegn verðhækkunum þegar verið var að smala blaðamönnum úr herberginu. Doocy kallaði á Biden og spurði hvort hann teldi aukna verðbólgu geta komið niður á sér í þingkosningunum í nóvember.

Þá sagði Biden í kaldhæðni: „Það er mikill kostur, meiri verðbólgu. Rosalega er þetta heimskur tíkarsonur.“

Forsetinn leit svo út fyrir að vera brugðið þegar hann áttaði sig á því að kveikt hefði verið á hljóðnemanum sem hann stóð við.

Doocy sjálfur segist ekki hafa heyrt ummælin vegna hávaða í herberginu. CNN hefur þó eftir honum að Biden hafi hringt í hann í gærkvöldi og „hreinsað loftið“ eins og Doocy orðaði það.

Þá grínaðist Doocy með það að talsmenn Hvíta hússins hefðu sagt í síðustu viku að þeir ætluðu að skipta um gír þegar kæmi að blaðamönnum.

„Við töldum að eftir að hann [Biden] hélt tveggja tíma blaðamannafund að hann yrði aðgengilegri varðandi spurningar en kannski meintu þau bara meira af þessu,“ sagði hann samkvæmt frétt Sky News.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Biden virðist pirraður út í blaðamenn Fox. Þegar Jacqui Heinrich spurði Biden af hverju hann væri að bíða eftir því að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, vegna Úkraínu, muldraði Biden með sér um að spurningin væri „heimskuleg“.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.