Elvar gerði 15 stig, tók tvö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar á 19 mínútum.
Elvar og félagar í Antwerp eru því komnir áfram í undanúrslit belgíska bikarsins en þeir unnu Mechelen samanlagt með 41 stigi, 207-166.
Næsti leikur Antwerp er gegn Kyiv Basket í Evrópubikarnum á miðvikudaginn næstkomandi.