Sport

Elvar Már stigahæstur í sigri Antwerp Giants

Atli Arason skrifar
Elvar Már í leik með Antwerp Giants.
Elvar Már í leik með Antwerp Giants. HLN

Elvar Már Friðriksson var stigahæsti leikmaður vallarins í 90-89 sigri Antwerp Giants á Mechelen Kangoeroes í átta liða úrslitum belgíska bikarsins í dag.

Elvar gerði 15 stig, tók tvö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar á 19 mínútum.

Elvar og félagar í Antwerp eru því komnir áfram í undanúrslit belgíska bikarsins en þeir unnu Mechelen samanlagt með 41 stigi, 207-166.

Næsti leikur Antwerp er gegn Kyiv Basket í Evrópubikarnum á miðvikudaginn næstkomandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.