Besta CrossFit fólk heims synti í vatni á heimsleikunum sem var fullt af E. coli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2022 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir sést hér synda í umræddu vatni á Ólympíuleikunum en hún náði að lokum þriðja sæti á heimsleikunum. Skjámynd/Youtube Það eru sláandi fréttir sem koma frá Bandaríkjunum þar sem forráðamenn heimsleikana í CrossFit létu keppendur á heimsleikunum keppa í vatni sem heilbrigðisyfirvöld í Madison höfðu varað við. Morning Chalk Up fjallaði um þetta mál hjá sér en þeir komust yfir upplýsingar frá starfsmönnum hjá heilbrigðiseftirliti Madison & Dane sýslu. Vandamálið var Monona vatnið þar sem keppendur syntu í fyrstu grein heimsleikanna í ágúst í fyrra. Keppendur þurftu fyrsta að synda 1,6 kílómetra í vatninu og fara síðan 4,8 kílómetra á vatinu á kajak. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Rétt fyrir heimsleikanna þá varaði heilbrigðiseftirliðið ítrekað við því að vatnið innihéldi E. coli bakteríur yfir öllum hámörkum. Vatnið var svo skítugt að það þótti ástæða til að vara starfsmenn heimsleikanna við. Escherichia coli er baktería sem finnst gjarnan í þörmum manna og dýra. Margir stofnar tegundarinnar geta valdið matareitrun og telst hún til tækifærissýkla. Íþróttafólk og þjálfarar segja að það sé vel þekkt að íþróttafólk veikist eftir sund í vatninu. Íslenska CrossFit stjarnan Björgvin Karl Guðmundsson hafði allan varann á og Morning Chalk Up sagði að hann hefði tekið inn efni til að vinna gegn mögulegri sýkingu strax eftir sundið. Í viðtali við The Sevan Podcast sagðist Björgvin Karl trúa því að það væri eina ástæðan fyrir því að hann hefði ekki veikst. Björgvin Karl varð í sjötta sæti í greininni en hann kláraði hana á rúmri 71 mínútu. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð þrettánda á rúmum 74 mínútum og Anníe Mist Þórisdóttir varð átjánda á rúmum 76 mínútum. Þuríður Erla Helgadóttir kláraði síðan á rúmum 77 mínútum og varð í 25. sæti. Kanadíski keppandinn Samuel Cournoyer sagðist hafa leitað sér læknishjálpar eftir sundið og þar komst læknaliðið af því að hann þjáðist af E. coli sýkingu. Það voru fleiri keppendur sem veiktust og einn þurfti næringu í æð eftir slæma matareitrun. Hin kanadíska Emily Rolfe ældi alla nóttina eftir keppnina og þurfti að leita sér læknisaðstoðar daginn eftir. Þetta var fyrsta greinin á mjög erfiðri helgi og það er ótrúlegt að CrossFit samtökin hafi tekið slíka áhættu með heilsu keppenda. Morning Chalk Up leitaði eftir viðbrögðum frá CrossFit samtökunum en fólk þar á bæ vildu ekki tjá sig á þessum tímapunkti. CrossFit Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Sjá meira
Morning Chalk Up fjallaði um þetta mál hjá sér en þeir komust yfir upplýsingar frá starfsmönnum hjá heilbrigðiseftirliti Madison & Dane sýslu. Vandamálið var Monona vatnið þar sem keppendur syntu í fyrstu grein heimsleikanna í ágúst í fyrra. Keppendur þurftu fyrsta að synda 1,6 kílómetra í vatninu og fara síðan 4,8 kílómetra á vatinu á kajak. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Rétt fyrir heimsleikanna þá varaði heilbrigðiseftirliðið ítrekað við því að vatnið innihéldi E. coli bakteríur yfir öllum hámörkum. Vatnið var svo skítugt að það þótti ástæða til að vara starfsmenn heimsleikanna við. Escherichia coli er baktería sem finnst gjarnan í þörmum manna og dýra. Margir stofnar tegundarinnar geta valdið matareitrun og telst hún til tækifærissýkla. Íþróttafólk og þjálfarar segja að það sé vel þekkt að íþróttafólk veikist eftir sund í vatninu. Íslenska CrossFit stjarnan Björgvin Karl Guðmundsson hafði allan varann á og Morning Chalk Up sagði að hann hefði tekið inn efni til að vinna gegn mögulegri sýkingu strax eftir sundið. Í viðtali við The Sevan Podcast sagðist Björgvin Karl trúa því að það væri eina ástæðan fyrir því að hann hefði ekki veikst. Björgvin Karl varð í sjötta sæti í greininni en hann kláraði hana á rúmri 71 mínútu. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð þrettánda á rúmum 74 mínútum og Anníe Mist Þórisdóttir varð átjánda á rúmum 76 mínútum. Þuríður Erla Helgadóttir kláraði síðan á rúmum 77 mínútum og varð í 25. sæti. Kanadíski keppandinn Samuel Cournoyer sagðist hafa leitað sér læknishjálpar eftir sundið og þar komst læknaliðið af því að hann þjáðist af E. coli sýkingu. Það voru fleiri keppendur sem veiktust og einn þurfti næringu í æð eftir slæma matareitrun. Hin kanadíska Emily Rolfe ældi alla nóttina eftir keppnina og þurfti að leita sér læknisaðstoðar daginn eftir. Þetta var fyrsta greinin á mjög erfiðri helgi og það er ótrúlegt að CrossFit samtökin hafi tekið slíka áhættu með heilsu keppenda. Morning Chalk Up leitaði eftir viðbrögðum frá CrossFit samtökunum en fólk þar á bæ vildu ekki tjá sig á þessum tímapunkti.
CrossFit Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Sjá meira