Besta CrossFit fólk heims synti í vatni á heimsleikunum sem var fullt af E. coli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2022 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir sést hér synda í umræddu vatni á Ólympíuleikunum en hún náði að lokum þriðja sæti á heimsleikunum. Skjámynd/Youtube Það eru sláandi fréttir sem koma frá Bandaríkjunum þar sem forráðamenn heimsleikana í CrossFit létu keppendur á heimsleikunum keppa í vatni sem heilbrigðisyfirvöld í Madison höfðu varað við. Morning Chalk Up fjallaði um þetta mál hjá sér en þeir komust yfir upplýsingar frá starfsmönnum hjá heilbrigðiseftirliti Madison & Dane sýslu. Vandamálið var Monona vatnið þar sem keppendur syntu í fyrstu grein heimsleikanna í ágúst í fyrra. Keppendur þurftu fyrsta að synda 1,6 kílómetra í vatninu og fara síðan 4,8 kílómetra á vatinu á kajak. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Rétt fyrir heimsleikanna þá varaði heilbrigðiseftirliðið ítrekað við því að vatnið innihéldi E. coli bakteríur yfir öllum hámörkum. Vatnið var svo skítugt að það þótti ástæða til að vara starfsmenn heimsleikanna við. Escherichia coli er baktería sem finnst gjarnan í þörmum manna og dýra. Margir stofnar tegundarinnar geta valdið matareitrun og telst hún til tækifærissýkla. Íþróttafólk og þjálfarar segja að það sé vel þekkt að íþróttafólk veikist eftir sund í vatninu. Íslenska CrossFit stjarnan Björgvin Karl Guðmundsson hafði allan varann á og Morning Chalk Up sagði að hann hefði tekið inn efni til að vinna gegn mögulegri sýkingu strax eftir sundið. Í viðtali við The Sevan Podcast sagðist Björgvin Karl trúa því að það væri eina ástæðan fyrir því að hann hefði ekki veikst. Björgvin Karl varð í sjötta sæti í greininni en hann kláraði hana á rúmri 71 mínútu. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð þrettánda á rúmum 74 mínútum og Anníe Mist Þórisdóttir varð átjánda á rúmum 76 mínútum. Þuríður Erla Helgadóttir kláraði síðan á rúmum 77 mínútum og varð í 25. sæti. Kanadíski keppandinn Samuel Cournoyer sagðist hafa leitað sér læknishjálpar eftir sundið og þar komst læknaliðið af því að hann þjáðist af E. coli sýkingu. Það voru fleiri keppendur sem veiktust og einn þurfti næringu í æð eftir slæma matareitrun. Hin kanadíska Emily Rolfe ældi alla nóttina eftir keppnina og þurfti að leita sér læknisaðstoðar daginn eftir. Þetta var fyrsta greinin á mjög erfiðri helgi og það er ótrúlegt að CrossFit samtökin hafi tekið slíka áhættu með heilsu keppenda. Morning Chalk Up leitaði eftir viðbrögðum frá CrossFit samtökunum en fólk þar á bæ vildu ekki tjá sig á þessum tímapunkti. CrossFit Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Sjá meira
Morning Chalk Up fjallaði um þetta mál hjá sér en þeir komust yfir upplýsingar frá starfsmönnum hjá heilbrigðiseftirliti Madison & Dane sýslu. Vandamálið var Monona vatnið þar sem keppendur syntu í fyrstu grein heimsleikanna í ágúst í fyrra. Keppendur þurftu fyrsta að synda 1,6 kílómetra í vatninu og fara síðan 4,8 kílómetra á vatinu á kajak. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Rétt fyrir heimsleikanna þá varaði heilbrigðiseftirliðið ítrekað við því að vatnið innihéldi E. coli bakteríur yfir öllum hámörkum. Vatnið var svo skítugt að það þótti ástæða til að vara starfsmenn heimsleikanna við. Escherichia coli er baktería sem finnst gjarnan í þörmum manna og dýra. Margir stofnar tegundarinnar geta valdið matareitrun og telst hún til tækifærissýkla. Íþróttafólk og þjálfarar segja að það sé vel þekkt að íþróttafólk veikist eftir sund í vatninu. Íslenska CrossFit stjarnan Björgvin Karl Guðmundsson hafði allan varann á og Morning Chalk Up sagði að hann hefði tekið inn efni til að vinna gegn mögulegri sýkingu strax eftir sundið. Í viðtali við The Sevan Podcast sagðist Björgvin Karl trúa því að það væri eina ástæðan fyrir því að hann hefði ekki veikst. Björgvin Karl varð í sjötta sæti í greininni en hann kláraði hana á rúmri 71 mínútu. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð þrettánda á rúmum 74 mínútum og Anníe Mist Þórisdóttir varð átjánda á rúmum 76 mínútum. Þuríður Erla Helgadóttir kláraði síðan á rúmum 77 mínútum og varð í 25. sæti. Kanadíski keppandinn Samuel Cournoyer sagðist hafa leitað sér læknishjálpar eftir sundið og þar komst læknaliðið af því að hann þjáðist af E. coli sýkingu. Það voru fleiri keppendur sem veiktust og einn þurfti næringu í æð eftir slæma matareitrun. Hin kanadíska Emily Rolfe ældi alla nóttina eftir keppnina og þurfti að leita sér læknisaðstoðar daginn eftir. Þetta var fyrsta greinin á mjög erfiðri helgi og það er ótrúlegt að CrossFit samtökin hafi tekið slíka áhættu með heilsu keppenda. Morning Chalk Up leitaði eftir viðbrögðum frá CrossFit samtökunum en fólk þar á bæ vildu ekki tjá sig á þessum tímapunkti.
CrossFit Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Sjá meira