Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. janúar 2026 11:57 Gísli Þorgeir er einn besti handboltamaður heims og lykilleikmaður hjá íslenska landsliðinu. vísir Gísli Þorgeir Kristjánsson ræddi möguleika Íslands á EM í Brennslunni á FM957 í morgun. Gísli Þorgeir átti frábært ár í fyrra, hann var verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar í Meistaradeildinni með sigurliði Magdeburg, sem situr ósigrað í efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, og varð á meðal þriggja efstu í kjörinu um íþróttamann ársins. Brennslubræðurnir Ríkharð Óskar Guðnason og Egill Plöder ræddu við Gísla á léttu nótunum um árið sem er að baki og stórmótið sem er að hefjast um þarnæstu helgi. Gísli sagði frá meiðslunum sem hrjáðu hann á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar en hann er alveg heill heilsu fyrir komandi stórmót og verður þar í lykilhlutverki líkt og liðsfélagi sinn hjá Magdeburg, Ómar Ingi Magnússon. Væntingar þjóðarinnar eru að venju miklar og því var ekki úr vegi að spyrja Gísla, hvort undanúrslit væru raunsætt markmið eða heimtufrekja? „Sko, ég held að það séu eðlilegar pælingar. Af því að maður hugsar einhvern veginn, já þeir eru í Magdeburg sem er besta félagslið í heimi um þessar mundir. Á það ekki bara að færast beint yfir í landsliðið? Þetta er ekki svo auðvelt“ sagði Gísli. Leikir Íslands á EM 16. janúar: Ísland - Ítalía kl. 17 18. janúar: Ísland - Pólland kl. 17 20. janúar: Ísland - Ungverjaland kl. 19:30 „Þetta er samblanda af svo mörgum þáttum í handbolta og svo er það líka bara þannig að hin liðin eru mjög góð líka. Allir búast við því að við eigum að vinna Ítalíu og Pólland, mögulega Ungverjaland líka en staðan er bara þannig: Ef þú ert ekki hundrað prósent, þá verður þetta vesen“ bætti Gísli við. Hann sagði íslenska landsliðið geta unnið hvaða lið sem er þegar það er á sínum degi, en sagði það líka geta tapað gegn hvaða liði sem er. Pressan sem íslenska þjóðin setur á liðið sé þó af hinu góða. „Ég fíla pressuna, hundrað prósent. Og ef við pælum í síðasta móti þá unnum við alla nema einn leik. Við töpuðum á einhverjum erfiðasta útivelli sem til er, á móti Króatíu í Zagreb. Ég get lofað ykkur því að þetta hefði ekki verið mjög auðvelt, fyrir Dani eða hvern sem er.“ Danir líklegastir til að „outcoacha“ Ísland Danmörk þykir einmitt líklegust til sigurs á EM, eftir að hafa unnið síðustu fjögur HM en mistekist að landa gulli á EM. Undir lok viðtalsins á Brennslunni var Gísli spurður skemmtilegra hraðaspurninga og hann sagði danska þjálfarann Nikolaj Jacobsen líklegastan til að „outcoacha“ Snorra Stein Guðjónsson. „Danir eru helvíti sterkir sko“ sagði Gísli. Viðtalið úr Brennslunni á FM957 má heyra í spilaranum að ofan. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Sjá meira
Gísli Þorgeir átti frábært ár í fyrra, hann var verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar í Meistaradeildinni með sigurliði Magdeburg, sem situr ósigrað í efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, og varð á meðal þriggja efstu í kjörinu um íþróttamann ársins. Brennslubræðurnir Ríkharð Óskar Guðnason og Egill Plöder ræddu við Gísla á léttu nótunum um árið sem er að baki og stórmótið sem er að hefjast um þarnæstu helgi. Gísli sagði frá meiðslunum sem hrjáðu hann á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar en hann er alveg heill heilsu fyrir komandi stórmót og verður þar í lykilhlutverki líkt og liðsfélagi sinn hjá Magdeburg, Ómar Ingi Magnússon. Væntingar þjóðarinnar eru að venju miklar og því var ekki úr vegi að spyrja Gísla, hvort undanúrslit væru raunsætt markmið eða heimtufrekja? „Sko, ég held að það séu eðlilegar pælingar. Af því að maður hugsar einhvern veginn, já þeir eru í Magdeburg sem er besta félagslið í heimi um þessar mundir. Á það ekki bara að færast beint yfir í landsliðið? Þetta er ekki svo auðvelt“ sagði Gísli. Leikir Íslands á EM 16. janúar: Ísland - Ítalía kl. 17 18. janúar: Ísland - Pólland kl. 17 20. janúar: Ísland - Ungverjaland kl. 19:30 „Þetta er samblanda af svo mörgum þáttum í handbolta og svo er það líka bara þannig að hin liðin eru mjög góð líka. Allir búast við því að við eigum að vinna Ítalíu og Pólland, mögulega Ungverjaland líka en staðan er bara þannig: Ef þú ert ekki hundrað prósent, þá verður þetta vesen“ bætti Gísli við. Hann sagði íslenska landsliðið geta unnið hvaða lið sem er þegar það er á sínum degi, en sagði það líka geta tapað gegn hvaða liði sem er. Pressan sem íslenska þjóðin setur á liðið sé þó af hinu góða. „Ég fíla pressuna, hundrað prósent. Og ef við pælum í síðasta móti þá unnum við alla nema einn leik. Við töpuðum á einhverjum erfiðasta útivelli sem til er, á móti Króatíu í Zagreb. Ég get lofað ykkur því að þetta hefði ekki verið mjög auðvelt, fyrir Dani eða hvern sem er.“ Danir líklegastir til að „outcoacha“ Ísland Danmörk þykir einmitt líklegust til sigurs á EM, eftir að hafa unnið síðustu fjögur HM en mistekist að landa gulli á EM. Undir lok viðtalsins á Brennslunni var Gísli spurður skemmtilegra hraðaspurninga og hann sagði danska þjálfarann Nikolaj Jacobsen líklegastan til að „outcoacha“ Snorra Stein Guðjónsson. „Danir eru helvíti sterkir sko“ sagði Gísli. Viðtalið úr Brennslunni á FM957 má heyra í spilaranum að ofan.
Leikir Íslands á EM 16. janúar: Ísland - Ítalía kl. 17 18. janúar: Ísland - Pólland kl. 17 20. janúar: Ísland - Ungverjaland kl. 19:30
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Sjá meira