Sport

Dag­skráin í dag: Lands­leikur, stór­leikir í hand­bolta, NBA og úr­slita­keppnin í NFL

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stjarnan tekur á móti ÍBV í dag.
Stjarnan tekur á móti ÍBV í dag. Vísir/Vilhelm

Það nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld Alls eru 10 beinar útsendingar á dagskrá.

Stöð 2 Sport

Klukkan 10.50 hefst útsending fyrir vináttulandsleik Íslands og Suður-Kóreu í knattspyrnu. Leikið er í Tyrklandi og er íslenski hópurinn að mestu skipaður leikmönnum sem spila á Íslandi eða Norðurlöndunum.

Klukkan 13.50 er komið að leik Stjörnunnar og ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta. Að þeim leik loknum, klukkan 15.50 er komið að stórleik Hauka og Vals í sömu deild.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 12.25 hefst bein útsending frá leik Luton Town og Bournemouth í ensku B-deildinni í knattspyrnu. Bæði lið eru á góðu róli og spila blússandi sóknarbolta.

Klukkan 14.55 er leikur Derby County og Sheffield United. Bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar en Wayne Rooney gæti tekist hið ómögulega með Derby.

Klukkan 21.30 hefst leikur Cincinnati Bengals og Las Vegas Raiders í hinni svokölluðu Wild Card-umferð í NFL-deildinni. Klukkan 01.10 er svo leikur Buffalo Bills og New England Patriots í sömu umferð.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 23.00 er leikur NBA-meistaranna í Milwaukee Bucks gegn Toronto Raptors í beinni útsendingu.

Stöð 2 Golf

Klukkan 00.00 hefst bein útsending frá Sony Open.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×