Sport

Íslendingar áberandi í Ally Pally: „Það er bara eitt n í Benidorm, Ólafur“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Rob Cross gengur inn á sviðið, en á myndinni má sjá að minnsta kosti fjögur íslensk skilaboð.
Rob Cross gengur inn á sviðið, en á myndinni má sjá að minnsta kosti fjögur íslensk skilaboð. Luke Walker/Getty Images

Eins og flestir íþróttaáhugamenn vita er heimsmeistaramótið í pílukasti í fullum gangi í Ally Pally í London um þessar mundir. Nokkrir Íslendingar eru mættir að fylgjast með viðureignum kvöldsins og mátti sjá nokkur skemmtileg skilaboð þegar Rob Cross og Daryl Gurney gengu inn á sviðið.

„Flöskuborð með Kylian Mbappe, vonandi áttuði gott kvöld,“ voru ein skilaboðin sem birtust. Þar er verið að vitna í knattspyrnumanninn Arnór Sigurðsson sem lét fylgjendur sína á Twitter vita af því að hann hafi skemmt sér með einni skærustu stjörnu knattspyrnuheimsins í gær.

Þá má líka sjá glitta í vitnun í Brján Breka úr FM95Blö og Georg úr Næturvaktinni ástamt fleiri skemmtilegum skilaboðum. Hægt er að skoða þessar skemmtilegu myndir í Twitter-þræðinum hér fyrir neðan.

Nú rétt í þessu kláraðist einmitt viðureign Rob Cross og Daryl Gurney, en það var heimsmeistarinn frá árinu 2018, Rob Cross, sem hafði betur 4-3 og er á leið í 16-manna úrslit.

HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×