Sport

Spænskur landsliðsmaður lést eftir slys í landsliðsferð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd úr landsleik hjá ruðningslandsliði Spánar en myndin tengist Kawa Leauma ekki að öðru leyti.
Mynd úr landsleik hjá ruðningslandsliði Spánar en myndin tengist Kawa Leauma ekki að öðru leyti. EPA-EFE/MARIO CRUZ

Spænski landsliðsmaðurinn í rugby, Kawa Leauma, er látinn eftir skelfilegt slys þegar hann var staddur með landsliðinu sínu í Hollandi.

Hinn 32 ára gamli Leauma er talinn hafa fallið úr byggingu og lést vegna höfuðáverka eftir átta metra fall.

Hann gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsi í Amsterdam en það tókst ekki að bjarga lífi hans.

Rugby-samband Spánar staðfesti lát leikmannsins en vildi ekki gefa upp nánari upplýsingar um slysið nema að þetta hafi verið furðulegt slys.

Eiginkona hans ferðaðist til Amsterdam og það var vegna óskar hennar að ekki yrði meira gefið upp um kringumstæðurnar við slysið.

Leauma var staddur í landsliðsferð með spænska ruðningsliðinu sem hafði þar unnið 52-7 sigur á Hollandi.

Kawa Leauma var þó ekki með í þeim leik vegna þess að það var ekki ljóst hvort hann væri löglegur.

Kawa Leauma hafði leikið fyrir tuttugu ára landslið Samoaeyja en hafði ákveðið að spila fyrir spænska landsliðið.

Hann náði að leika einn landsleik fyrir Spán en hann lék þar með spænska félagsliðinu Ordizia.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.