Lífið samstarf

Ef gjöfin kemst inn um dyrnar er henni pakkað inn

Public House Gastropub

Jólapakkari Public House bjargar jólastressinu.

Public House Gastropub hefur fundið hina fullkomnu lausn fyrir þá sem ýmist hata að pakka inn jólagjöfum, hafa ekki nægan tíma fyrir það eða bara elska að láta aðra sjá um það fyrir sig. Töfralausnin er Jólapakkarinn í boði Stellu! Þau eru einfaldlega búin að ráða til sín atvinnupakkara sem sér um þetta fyrir gesti.

„Við höfum gert þetta síðustu ár og gengið rosa vel, hver vill ekki láta pakka inn fyrir sig og slaka á á meðan? Það er alltaf löng röð þegar pakkarinn kemur til okkar,“ segir Davíð Freyr Yngvason, veitingatjóri Public House Gastropub.

„Þetta er einfalt, þú mætir á Public House Gastropub, sest niður, leggur pokana frá þér, pantar ískalda Stellu á Happy Hour tilboði og jólapakkarinn sér um að pakka inn gjöfunum fyrir þig á meðan. Þú þarft ekki að koma með jólapappír eða neitt, við erum með allar græjur á staðnum,“ segir Davíð og tekur fram að pakkarinn skili af sér afar vönduðu verki. „Hann sér semsagt fyrst um að pakka inn gjöfunum, eftir það sýpur hann að sjálfsögðu á ískaldri Stellu,“ segir hann sposkur. Pakkarinn sjái hins vegar ekki um að skrifa jólakveðju á pakkana. „Við græjum ekki kortin, fólk vill yfirleitt sjá um það sjálft.“

Davíð segir skemmtilega jólastemningu skapast þegar pakkarinn mætir á svæðið. Hann sé mjög fjölhæfur og geti pakkað inn ótrúlegustu hlutum. „Reglan er að ef þú kemst með gjöfina inn á Public House, þá pökkum við henni inn.“

Pakkarinn verður á staðnum dagana 18, 19, 20, 21 og 22 desember milli klukkan 17 og 19.

Veitingarnar á Public House Gastropub koma öllum í jólaskap.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×