Íslenski boltinn

Stjarnan stað­festir komu Jóhanns Árna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jóhann Árni er mættur í Garðabæinn.
Jóhann Árni er mættur í Garðabæinn. Stjarnan

Knattspyrnudeild Stjörnunnar staðfesti í dag komu Jóhanns Árna Gunnarssonar til félagsins. Hann kemur frá Fjölni en í gær var greint frá því að hann væri á leiðinni í Garðabæinn.

Jóhann Árni er tvítugur miðjumaður sem var á síðasta tímabili valinn efnilegasti leikmaður Lengjudeildarinnar. Árið áður féll hann með Fjölni úr efstu deild.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Jóhann Árni sankað að sér mikilli reynslu og fær nú tækifæri til að skína í deild þeirra bestu.

„Jóhann Árni er reynslumikill leikmaður, hans gæði og aldur passar virkilega vel inn í samsetningu okkar metnaðarfulla leikmannahóps,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar um sinn nýjasta leikmann.


Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.