Erlent

Þriðja skotárásin á þremur dögum í Kaupmannahöfn

Smári Jökull Jónsson skrifar
Lögreglan leitar manns sem grunaður er um skotárásina í gærkvöldi.
Lögreglan leitar manns sem grunaður er um skotárásina í gærkvöldi. Vísir / EPA

Lögreglan í Kaupmannahöfn leitar manns sem grunaður er um skotárás í Friðriksberg í gærkvöldi. Skotárásin var sú þriðja í borginni á síðustu þremur dögum.

Maðurinn sem slasaðist í árásinni í gærkvöldi er í lífshættu en hann var skotinn í höfuðið á vatnspípureykstofu á mörkum borgarhlutanna Norðurbrú og Friðriksberg.  Lögreglan fékk tilkynningu rúmlega hálftíu í gærkvöldi um að skoti hefði verið hleypt af en fámennt var á reykstofunni þegar árásin var gerð.

Kaupmannahafnarlögreglan auglýsir eftir ungum manni sem grunaður er um skotárásina. Hann náðist á mynd öryggismyndavélar við matvöruverslun á leið sinni í átt að miðborginni.

Árásin í gærkvöldi var sú þriðja á þremur dögum í dönsku höfuðborginni. Síðdegis á fimmtudag var 27 ára gamall maður myrtur á Norðurbrú og eru tveir aðilar í haldi grunaðir um morðið.  Um kvöldmatarleytið á föstudags lést 17 ára piltur eftir að hafa verið skotinn á hárgreiðslustofu í Islev en 15 ára piltur og 28 ára gamall maður slösuðust einnig í þeirri árás.

Lögreglan hefur verið fámál um ástæður árásanna en talsmaður hennar segir að eftir árásina á laugardag hafi grunur þeirra styrkst um að þær tengist átökum innan glæpagengja borgarinnar.

Í kjölfar árásanna hefur lögreglan fengið auknar heimildir til að framkvæma leit á fólki í ákveðnum hverfum án staðfests gruns um að aðild að málinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.