Sport

Dagskráin í dag: Subway-deildin, fótbolti golf og rafíþróttir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
KR-ngar taka á móti Keflvíkingum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld.
KR-ngar taka á móti Keflvíkingum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða alls upp á sjö beinar útsendingar á þessum flotta föstudegi.

Klukkan 10:00 hefst bein útsending frá South African Open sem er hluti af Sunshine-mótaröðinni á Stöð 2 Golf.

Hero World Challenge á PGA-mótaröðinni heldur golfdeginum svo áfram á Stöð 2 Golf frá klukkan 18:30.

Klukkan 18:05 hefst útsending frá leik Njarðvíkur og Vestra í Subway-deild karla á Stöð 2 Sport. Það er svo algjör óþarfi að drífa sig úr sófanum því að þeim leik loknum verður skipt beint yfir í Vesturbæinn þar sem KR-ingar taka á móti Keflvíkingum, áður en Tilþrifin slá botninn í körfuboltaveisluna í lok leiks.

Þá er einn leikur á dagskrá í ensku 1. deildinni þar sem Fulham tekur á móti Bournemouth klukkan19:40 á Stöð 2 Sport 2.

Að lokum er Vodafonedeildin í CS:GO á sínum stað á Stöð 2 eSport frá klukkan 20:15.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.