Erlent

Skíða­fólk tekur gleði sína á ný

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Margir Íslendingar hafa lagt leið sína til Ítalíu, til að komast á skíði.
Margir Íslendingar hafa lagt leið sína til Ítalíu, til að komast á skíði. Getty Images

Aðstandendur ítalskra skíðahótela halda bjartsýnir inn í veturinn en hafa varann á. Síðustu tvö árin hafa eðli málsins samkvæmt verið hóteleigendum erfið vegna kórónuveirunnar. Bókanir streyma nú inn.

Lokanirnar höfðu mikil áhrif á minni bæi, sem reiða sig að miklu leyti á ferðamannaiðnaðinn og fá helstu tekjur sínar í gegnum skíðafólk. Í febrúar á þessu ári tilkynnti ríkisstjórnin á Ítalíu um lokanir skíðasvæða, nokkrum klukkustundum fyrir fyrstu opnun vetrarins. Höggið var þungt að sögn Enrico Rossi, varaforseta samtaka ferðaþjónustu, í skíðabænum Bardonecchia á Ítalíu.

Einhver skíðasvæði eru nú þegar opin almenningi, með nokkrum takmörkunum. Sýna þarf fram á bólusetningarvottorð, nota þarf grímur í lyftum og á almenningssvæðum. Þá eru fjarlægðartakmarkanir í hávegum hafðar og færri komast að í einu. Guardian greinir frá.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.