Erlent

Há­karlar og sæ­hestar í ánni Thames

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Mávur slakar á við árbakka Thames.
Mávur slakar á við árbakka Thames.

Vísindamenn hafa nú uppgötvað fjölda sjávardýra í ánni Thames í Bretlandi. Dýrafræðistofnun Lúndúna sögðu ána „líffræðilega dauða“ árið 1957. Ný rannsókn sýnir að áin hefur tekið miklum breytingum á undanförnum áratugum.

Lífríkið hefur svo sannarlega tekið við sér en í ánni finnast nú hákarlar, selir, sæhestar og álar. Finna má þrjár tegundir hákarla í ánni en ein tegundanna er eitruð. Hákarlinn eitraði er með brodda, sem geta valdið mönnum sársauka og bólgum ef komist er í snertingu við broddana.

Alison Debney, hjá Dýrafræðistofnuninni, segir að vatnsgæði árinnar fari batnandi. Nú finnast um 150 tegundir fiska, 92 tegundir fugla og Debney er vitaskuld ánægð með niðurstöðu rannsóknarinnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.