Innlent

Kona um sex­tugt skuld­laus eftir að hafa landað 53 milljóna vinningi

Atli Ísleifsson skrifar
Potturinn var fjórfaldur síðastliðinn laugardag.
Potturinn var fjórfaldur síðastliðinn laugardag. Vísir/Vilhelm

Kona um sextugt nældi í 53 milljónir króna þegar hún landaði stóra pottinum í Lottóinu síðasta laugardag. Hún var ein með allar tölurnar réttar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Þar segir að hún hafi verið í áskrift en potturinn var fjórfaldur.

„Konan var að sjálfsögðu alsæl með vinninginn. Hún lét þess sérstaklega getið þau hjónin hefðu nýverið farið vandlega yfir fjárhagsstöðu sína og sett sér markmið um að greiða upp öll lán með markvissum hætti til að verða algjörlega skuldlaus árið 2029. Skemmst er frá því að segja að biðin eftir þessu markmiði hefur styst svo um munar,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.