Fótbolti

Ó­vænt marka­súpa í öruggum sigri Atlético

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það rigndi duglega í Madríd í dag.
Það rigndi duglega í Madríd í dag. EPA-EFE/Kiko Huesca

Spánarmeistarar Atlético Madríd buðu til veislu er liðið lagði Real Betis með þremur mörkum gegn engu í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, í dag.

Yannick Carrasco opnaði markareikning dagsins með marki um miðbik fyrri hálfleiks. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og Atlético því með forystuna er liðin gengu til búningsherbergja.

Mario Hermoso hélt hann hefði tvöfaldaði forystu heimamanna en myndbandsdómari leiksins komst að þeirri niðurstöðu að Hermoso væri rangstæður og staðan því enn 1-0. 

Þegar rúm klukkustund var liðin varð German Pezzella fyrir því óláni að skora sjálfsmark og Atlético því 2-0 yfir þegar tæplega hálftími lifði leiks.

Þegar tíu mínútur lifðu leiks skoraði varamaðurinn João Félix þriðja mark Atlético og sigurinn því endanlega kominn í hús. 

Lokatölur 3-0 og meistararnir nú komnir með 22 stig, tveimur stigum minna en Real Madríd, Sevilla og Real Sociedad sem eru öll jöfn á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×