Afléttingar nú séu óábyrgar: Segir Landspítalann lekt fley í öldugangi Árni Sæberg skrifar 30. október 2021 21:50 Tómas Guðbjartsson hefur áhyggjur af stöðu mála vegna Covid-19. Vísir Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir fyrirséða fimmtu bylgju kórónuveirufaraldursins hafa fyllt gjörgæslu Landspítalans upp í rjáfur auk þess sem hún hafi áhrif á alla aðra starfsemi spítalans. Tómas segir í færslu á Facebooksíðu sinni að álagið á gjörgæslu hafi verið viðbúið vegna þess mikla fjölda sem greinst hefur smitaður undanfarið, sem sé allt of mikill. Þá segir hann að þrátt fyrir útbreiddar bólusetningar muni rúmlega tvö prósent smitaðra þurfa innlögn á sjúkrahús. „Ég er alltaf að skrifa það sama, í hverri einustu bylgju hef ég bent á þetta sama sem allir vita. Það þarf samt að minna á þetta af því við erum ekki að upplifa þetta uppi á spítala eins og fólk er kannski að vonast eftir að þetta sé,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Ekki bara gjörgæsludeildin sem finnur fyrir áhrifum Covid Hinir lífshættulega veiku muni þurfa inn á gjörgæsludeild, sem sé þeirra eina lífsbjörg líkt og þeirra sem veikjast alvarlega af öðrum sjúkdómum, eða þurfi í skurðaðgerð. „En það eru fleiri deildir sem ströggla í fimmtu bylgjunni,“ segir Tómas og bendir á að í nýliðinni viku hafi nær engar hjarta- og lungnaðgerðir farið fram vegna smits sem barst inn á legudeildina. Þá hafi sjúklingar sem og starfsmenn deildarinnar smitast. „Þetta lamaði ekki aðeins starfsemi hjarta- og lungnaskurðdeildar, heldur einnig þeirra deilda sem þurftu að taka við sjúklingunum okkar,“ segir Tómas. Tómas segir að líkt og í fyrri bylgjum sé ástandið í þjóðfélaginu meiriháttar áskorun fyrir starfsfólk Landspítalans, enda þurfi það að halda úti lífsnauðsynlegri þjónustu allan sólarhringinn. Starfsfólk sé orðið þreytt Aðspurður segir Tómas stemninguna meðal starfsfólks á Landspítalanum ekki vera eins og hún á að sér að vera. „Það er mikil þreyta þótt að fólk hafi átt von á því að þetta kæmi fyrr eða seinna aftur, það er ekki hægt að segja að þetta sé eitthvað óviðbúið. Sérstaklega þegar það er búið að létta á hömlum,“ Þá segist hann merkja að fólk sé á undan reglum um afléttingar og að það skili sér í fleiri smitum. Það sé þó eðlilegt. „Það eru auðvitað allir orðnir þreyttir á þessu og langar til að fara að lifa lífinu aftur,“ segir hann. Þá segir hann það hafa nú raungerst sem allir starfsmenn spítalans hafi óttast, að smit berist inn á deildir. Það valdi smitum meðal bæði sjúklinga og starfsfólks deildanna og geti lamað heilu deildirnar, sem séu sumar einar sinnar tegundar á landinu. Aflétting aðgerða sé algjörlega óábyrg Tómas segir að miðað við núverandi aðstæður sé algjörlega óábyrgt að ætla aflétta öllum takmörkunum vegna Covid-19 hér á landi. „Til þess er Landspítali, höfuðfley íslenska heilbrigðiskerfisins, enn of lekt.“ Hann segir þann leka ekki verða bættan yfir nótt og það sé því miður tilfinning hans að lítið sé gert til að stoppa í gatið með ríkisstjórnarkapal í hægagangi. Ábyrgðin á stöðu Landspítalans sé stjórnavalda sem hafa um áratuga skeið skammtað spítalanum allt of naumt fé til að sinna lögbundnum skyldum sínum. „Ég hef sagt það áður, þetta fley heilbrigðiskerfisins siglir bara áfram einhverjum hægangi, kosningarnar búnar, ekki ljóst hver verður heilbrigðisráðherra, forstjórinn hættur og tímabundinn forstjóri. Það er ekkert voða mikið að gerast,“ segir Tómas. „Covid hefur síðan bara þyngt róðurinn – og gert lekann augljósari,“ segir Tómas að lokum. Færslu Tómasar má lesa í heild sinni hér að neðan: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Sjá meira
Tómas segir í færslu á Facebooksíðu sinni að álagið á gjörgæslu hafi verið viðbúið vegna þess mikla fjölda sem greinst hefur smitaður undanfarið, sem sé allt of mikill. Þá segir hann að þrátt fyrir útbreiddar bólusetningar muni rúmlega tvö prósent smitaðra þurfa innlögn á sjúkrahús. „Ég er alltaf að skrifa það sama, í hverri einustu bylgju hef ég bent á þetta sama sem allir vita. Það þarf samt að minna á þetta af því við erum ekki að upplifa þetta uppi á spítala eins og fólk er kannski að vonast eftir að þetta sé,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Ekki bara gjörgæsludeildin sem finnur fyrir áhrifum Covid Hinir lífshættulega veiku muni þurfa inn á gjörgæsludeild, sem sé þeirra eina lífsbjörg líkt og þeirra sem veikjast alvarlega af öðrum sjúkdómum, eða þurfi í skurðaðgerð. „En það eru fleiri deildir sem ströggla í fimmtu bylgjunni,“ segir Tómas og bendir á að í nýliðinni viku hafi nær engar hjarta- og lungnaðgerðir farið fram vegna smits sem barst inn á legudeildina. Þá hafi sjúklingar sem og starfsmenn deildarinnar smitast. „Þetta lamaði ekki aðeins starfsemi hjarta- og lungnaskurðdeildar, heldur einnig þeirra deilda sem þurftu að taka við sjúklingunum okkar,“ segir Tómas. Tómas segir að líkt og í fyrri bylgjum sé ástandið í þjóðfélaginu meiriháttar áskorun fyrir starfsfólk Landspítalans, enda þurfi það að halda úti lífsnauðsynlegri þjónustu allan sólarhringinn. Starfsfólk sé orðið þreytt Aðspurður segir Tómas stemninguna meðal starfsfólks á Landspítalanum ekki vera eins og hún á að sér að vera. „Það er mikil þreyta þótt að fólk hafi átt von á því að þetta kæmi fyrr eða seinna aftur, það er ekki hægt að segja að þetta sé eitthvað óviðbúið. Sérstaklega þegar það er búið að létta á hömlum,“ Þá segist hann merkja að fólk sé á undan reglum um afléttingar og að það skili sér í fleiri smitum. Það sé þó eðlilegt. „Það eru auðvitað allir orðnir þreyttir á þessu og langar til að fara að lifa lífinu aftur,“ segir hann. Þá segir hann það hafa nú raungerst sem allir starfsmenn spítalans hafi óttast, að smit berist inn á deildir. Það valdi smitum meðal bæði sjúklinga og starfsfólks deildanna og geti lamað heilu deildirnar, sem séu sumar einar sinnar tegundar á landinu. Aflétting aðgerða sé algjörlega óábyrg Tómas segir að miðað við núverandi aðstæður sé algjörlega óábyrgt að ætla aflétta öllum takmörkunum vegna Covid-19 hér á landi. „Til þess er Landspítali, höfuðfley íslenska heilbrigðiskerfisins, enn of lekt.“ Hann segir þann leka ekki verða bættan yfir nótt og það sé því miður tilfinning hans að lítið sé gert til að stoppa í gatið með ríkisstjórnarkapal í hægagangi. Ábyrgðin á stöðu Landspítalans sé stjórnavalda sem hafa um áratuga skeið skammtað spítalanum allt of naumt fé til að sinna lögbundnum skyldum sínum. „Ég hef sagt það áður, þetta fley heilbrigðiskerfisins siglir bara áfram einhverjum hægangi, kosningarnar búnar, ekki ljóst hver verður heilbrigðisráðherra, forstjórinn hættur og tímabundinn forstjóri. Það er ekkert voða mikið að gerast,“ segir Tómas. „Covid hefur síðan bara þyngt róðurinn – og gert lekann augljósari,“ segir Tómas að lokum. Færslu Tómasar má lesa í heild sinni hér að neðan:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Sjá meira