Erlent

Að minnsta kosti þrír létust í jarðskjálfta á Balí

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Opnað var fyrir komur ferðamanna til Eyjunnar á fimmtudaginn síðasta. Eyjan hafði þá verið lokuð ferðamönnum í meira en ár.
Opnað var fyrir komur ferðamanna til Eyjunnar á fimmtudaginn síðasta. Eyjan hafði þá verið lokuð ferðamönnum í meira en ár. Getty/Moonstar

Mannskæður jarðskjálfti varð á eyjunni Balí í Indónesíu í morgun. Skjálftinn mældist 4.8 að stærð. Margir særðust og að minnsta kosti þrír létust í jarðskjálftanum.

Jarðskjálftinn varð á 10 kílómetra dýpi í um 62 kílómetra fjarlægð norðaustur af Singaraja, hafnarbæ á Balí. Kröftugur eftirskjálfti fylgdi í kjölfarið en hann var 4.3 á stærð.

Jarðskjálftinn kom af stað aurskriðum og urðu tveir undir í skriðunum. Þriggja ára stúlka lést er hún varð undir rústum í bænum Karangasem. Al-Jazeera segir frá.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.