Innlent

Slökkvi­lið komst ekki inn götu fyrir lögðum bílum

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Slökkvilið að störfum.
Slökkvilið að störfum. vísir/vilhelm

Dælubíll slökkviliðsins komst ekki inn götu sem hann hafði verið kallað út að nýlega vegna þess hvernig bílum við hana var lagt. Búið var að leggja bílum báðum megin götunnar og hún því orðin allt of þröng fyrir dælubíla.

Þetta kemur fram í daglegri færslu slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu á Facebook en á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig bílarnir hindra för dælubílsins.



Ekki kemur fram hvar í bænum þetta var, nákvæmlega hvenær eða hversu alvarlegt útkallið var.

Í færslunni segir að mikið hafi verið að gera hjá slökkviliðinu síðasta sólarhring; sjúkrabílar farið í 135 útköll og af þeim voru tólf vegna Covid-smitaðra. Sem betur fer hafi lítið verið að gera hjá dælubílum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×