Innlent

Gátu rakið staðsetningu símans og fundu í öðrum skáp

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla fann munina en það fylgir ekki sögunni hvort um raunverulegan þjófnað var að ræða.
Lögregla fann munina en það fylgir ekki sögunni hvort um raunverulegan þjófnað var að ræða. Vísir/Vilhelm

Um klukkan 22.30 í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um þjófnað úr skáp í búningsaðstöðu í Smárahverfinu í Kópavoginum. 

Þar reyndist vera búið að fjarlægja allan fatnað, farsíma og fleira en skápnum hafði verið læst með hengilás.

Menn dóu þó ekki ráðalausir og með nýjustu tækni var hægt að rekja staðsetningu símans, sem reyndist enn í byggingunni. Lögreglumenn biðu því á vettvangi þar til allir gestir höfðu yfirgefið húsið og fundust þá síminn og fötin í öðrum læstum skáp.

Greint er frá málinu í tilkynningu frá lögreglu en þar kemur ekki fram hvort um var að ræða raunverulegan þjófnað eða hvort eigandi munanna ruglaðist á skápum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×