Bandaríkin aðstoði Afgani en viðurkenni ekki yfirráð Talibana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. október 2021 23:45 Sumir Afganir hafa brugðið á það ráð að selja persónulegar eigur sínar til þess að eiga fyrir mat, eða til þess að komast burt frá Afganistan. Marcus Yam/Los Angeles Times Talibanar, sem nú fara með stjórn í Afganistan, segja að fulltrúar bandarískra stjórnvalda hafi samþykkt að veita Afgönum mannúðaraðstoð, að loknum fyrstu viðræðum aðilanna frá því Talibanar tóku völd í landinu í ágúst. AP-fréttaveitan greinir frá því að fulltrúar Talibana hafi fullyrt þetta að loknum viðræðunum, sem fram fóru í Doha, höfuðborg Katar, nú um helgina. Bandaríkin neiti hins vegar að viðurkenna stjórn Talibana í landinu. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafi þá ekki viljað tjá sig um viðræðurnar strax að þeim loknum. Fulltrúar Talibana segja viðræðurnar hafa gengið vel og að Bandaríkjastjórn hafi samþykkt að veita Afgönum fjárhagslegan stuðning, en efnahagsástandið í landinu er ekki gott. Þannig hafa margir Afganir brugðið á það ráð að selja eigur sínar til að eiga fyrir mat, eða til að komast burt frá Afganistan. Fyrir fram höfðu bandarísk stjórnvöld gert það ljóst að þótt gengið yrði til viðræðna við Talibana fæli það ekki í sér viðurkenningu á rétti þeirra til að stjórna í Afganistan. Berjast ekki við hlið Bandaríkjamanna AP hefur eftir Suhail Shaheen, talsmanni Talibana, að bandarísk stjórnvöld hafi verið fullvissuð um að Talibanar myndu ekki leyfa öfgahópum að hreiðra um sig í landinu og gera árásir á önnur ríki. Þrátt fyrir það höfnuðu Talibanar því um helgina að vinna með Bandaríkjunum í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, en samtökin hafa sótt í sig veðrið í Afganistan eftir fráhvarf Bandaríkjahers þaðan í ágúst. ISIS hafa að undanförnu lýst yfir ábyrgð á fjölda árása í landinu, meðal annars sjálfsvígsprengjuárás á mosku í borginni Kunduz, þar sem 46 týndu lífi og tugir særðust. Afganistan Bandaríkin Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sjá meira
AP-fréttaveitan greinir frá því að fulltrúar Talibana hafi fullyrt þetta að loknum viðræðunum, sem fram fóru í Doha, höfuðborg Katar, nú um helgina. Bandaríkin neiti hins vegar að viðurkenna stjórn Talibana í landinu. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafi þá ekki viljað tjá sig um viðræðurnar strax að þeim loknum. Fulltrúar Talibana segja viðræðurnar hafa gengið vel og að Bandaríkjastjórn hafi samþykkt að veita Afgönum fjárhagslegan stuðning, en efnahagsástandið í landinu er ekki gott. Þannig hafa margir Afganir brugðið á það ráð að selja eigur sínar til að eiga fyrir mat, eða til að komast burt frá Afganistan. Fyrir fram höfðu bandarísk stjórnvöld gert það ljóst að þótt gengið yrði til viðræðna við Talibana fæli það ekki í sér viðurkenningu á rétti þeirra til að stjórna í Afganistan. Berjast ekki við hlið Bandaríkjamanna AP hefur eftir Suhail Shaheen, talsmanni Talibana, að bandarísk stjórnvöld hafi verið fullvissuð um að Talibanar myndu ekki leyfa öfgahópum að hreiðra um sig í landinu og gera árásir á önnur ríki. Þrátt fyrir það höfnuðu Talibanar því um helgina að vinna með Bandaríkjunum í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, en samtökin hafa sótt í sig veðrið í Afganistan eftir fráhvarf Bandaríkjahers þaðan í ágúst. ISIS hafa að undanförnu lýst yfir ábyrgð á fjölda árása í landinu, meðal annars sjálfsvígsprengjuárás á mosku í borginni Kunduz, þar sem 46 týndu lífi og tugir særðust.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sjá meira