Sport

Dagskráin í dag: Subway deild kvenna fer í gang

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Helena Sverrisdóttir og liðsfélagar hennar í Haukum taka á móti Njarðvík í fyrstu umferð Subway deildarinnar í körfubolta.
Helena Sverrisdóttir og liðsfélagar hennar í Haukum taka á móti Njarðvík í fyrstu umferð Subway deildarinnar í körfubolta. VÍSIR/BÁRA

Í dag verður boðið upp á fimm beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2, og ber þar hæst að nefna upphaf nýs körfuboltatímabils þegar að Subway deild kvenna ríður á vaðið.

Dagurinn byrjar þó á allt öðrum nótum, en frá klukkan 11:00 verður hægt að fylgjast með öðrum degi heimsmeistaramótsins í League of Legends á Stöð 2 eSport. Eins og flestir ættu að vita fer mótið fram í Laugardalshöll hér í Reykjavík, og nú stendur yfir keppni í undanriðlum þar sem að laus sæti í riðlakeppninni sjálfri eru í boði.

Klukkan 18:05 hefst útsending frá fyrstu viðureign tímabilsins í Subway deild kvenna í körfubolta þar sem að Fjölnir tekur á móti Breiðablik á Stöð 2 Sport. Að þeim leik loknum er svo komið að viðureign Hauka og Njarðvíkur í sömu deild, á sömu rás.

Ítalía og Spánn eigast við í Þjóðardeild Evrópu á Stöð 2 Sport 2, en útsending frá þeim leik hefst klukkan 18:35.

Það er svo við hæfi að enda daginn á sömu rás og hann hófst, en klukkan 21:00 er Babe Patrol á dagskrá á Stöð 2 eSport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×