Seldist upp á tíu sýningar á tólf klukkutímum Árni Sæberg skrifar 1. október 2021 19:19 Ljóst er að margir munu koma til með að sjá Emil í Kattholti í uppsetningu Borgarleikhússins. Borgarleikhúsið Forsala á leikritið Emil í Kattholti hófst á miðnætti í gær og á hádegi í dag var búið að seljast upp 10 sýningar en sýningin verður á stóra sviði Borgarleikhússins. Í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu segir að góð sala sýni að mikil eftirvænting sé í loftinu og að Emil eigi eftir að gleðja börn á öllum aldri í vetur. Frumsýning verði í lok nóvember og Þórunn Arna Kristjánsdóttir leikstýri verkinu. Alls séu sautján leikarar í verkinu og Lee Proud sjái um dansana en hann hafi tekið leikhús upp á annan stall með vinnu sinni við verk eins og Mary Poppins, Billy Elliot, Mamma mia og Níu líf. „Það er aldeilis mikið fjör hjá okkur í miðasölunni, mikið álag og nokkuð um gesti á bið en við hvetjum líka fólk að kaupa miða á netinu. Hvorki símkerfið né heimasíðan eru að hrynja og við munum ná að sinna öllum en tekur allt smá tíma. Svo erum við alveg ferlega spennt að fá alla þessa leikhúsgesti í hús,“ segir Erna Sif Þorkelsdóttir miðasölustjóri. Síðan Emil kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1963, hefur hann átt vísan stað í hjörtum barna jafnt sem fullorðinna um heim allan og er nafn hans samofið hugmyndum um lífsgleði og prakkaraskap. Hér kynnumst við ekki bara Emil og Ídu, litlu systur hans, heldur einnig misþolinmóðum foreldrum þeirra Ölmu og Anton, hinni seinheppnu Línu vinnukonu, sögukonunni Týtuberja Mæju, vafasömu Ráðskunni á fátækrahælinu og síðast en ekki síst stórvini Emils, Alfreð vinnumanni. Leikhús Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu segir að góð sala sýni að mikil eftirvænting sé í loftinu og að Emil eigi eftir að gleðja börn á öllum aldri í vetur. Frumsýning verði í lok nóvember og Þórunn Arna Kristjánsdóttir leikstýri verkinu. Alls séu sautján leikarar í verkinu og Lee Proud sjái um dansana en hann hafi tekið leikhús upp á annan stall með vinnu sinni við verk eins og Mary Poppins, Billy Elliot, Mamma mia og Níu líf. „Það er aldeilis mikið fjör hjá okkur í miðasölunni, mikið álag og nokkuð um gesti á bið en við hvetjum líka fólk að kaupa miða á netinu. Hvorki símkerfið né heimasíðan eru að hrynja og við munum ná að sinna öllum en tekur allt smá tíma. Svo erum við alveg ferlega spennt að fá alla þessa leikhúsgesti í hús,“ segir Erna Sif Þorkelsdóttir miðasölustjóri. Síðan Emil kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1963, hefur hann átt vísan stað í hjörtum barna jafnt sem fullorðinna um heim allan og er nafn hans samofið hugmyndum um lífsgleði og prakkaraskap. Hér kynnumst við ekki bara Emil og Ídu, litlu systur hans, heldur einnig misþolinmóðum foreldrum þeirra Ölmu og Anton, hinni seinheppnu Línu vinnukonu, sögukonunni Týtuberja Mæju, vafasömu Ráðskunni á fátækrahælinu og síðast en ekki síst stórvini Emils, Alfreð vinnumanni.
Leikhús Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“