Sport

Dag­skráin í dag: Bikar á loft í Fossvogi eða Kópavogi á­samt Ryder-bikarnum, Olís-deild kvenna og spænska körfu­boltanum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Víkingar geta orðið Íslandsmeistarar í dag.
Víkingar geta orðið Íslandsmeistarar í dag. Vísir/Hulda Margrét

Það er svo sannarlega NÓG UM AÐ VERA á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Lokaumferð Pepsi Max deildarinnar fer fram og það er allt undir. Þá sýnum við beint frá íslenskum handbolta, golfi og spænskum körfubolta.

Stöð 2 Sport

Klukkan 13.00 hefst upphitun fyrir lokaumferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta. Í ljós kemur hvaða lið verður Íslandsmeistari og hvaða lið fellur niður í Lengjudeildina. Klukkan 13.55 hefst útsending fyrir leik Víkings og Leiknis Reykjavíkur en heimamenn geta orðið Íslandsmeistarar í fyrsta skipti frá árinu 1991.

Klukkan 20.00 er uppgjörsþáttur Stúkunnar.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 11.25 hefst bein útsending úr ensku B-deildinni þar sem Reading og Middlesbrough mætast. Gamla brýnið Neil Warnock stýrir Middlesbrough.

Klukkan 13.50 hefst útsending frá leik Breiðabliks og HK í Pepsi Max deildinni. Blikar geta enn orðið Íslandsmeistarar og HK getur enn fallið.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 16.20 hefst útsending frá leik Hauka og Fram í Olís-deild kvenna í handbolta.

Klukkan 18.35 sýnum við leik Casademont Zaragoza og Hereda San Pablo Burgos. Tryggvi Snær Hlinason leikur með Zaragoza.

Stöð 2 Sport 4

Pepsi Max Stúkan verður í beinni útsendingu frá 14.00 þar sem farið verður yfir hvað er að gerast á hverjum velli.

Klukkan 17.00 hefst Walmart NW Arkansas-meistaramótið í golfi. Það er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Stöð 2 Golf

Klukkan 12.00 hefst bein útsending frá Ryder-bikarnum.

Stöð2.is

Klukkan 13.50 sýnum við leiki KA gegn FH og Stjörnunnar gegn KR á Stöð2.is.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.