Innlent

36 greindust innanlands með Covid-19

Eiður Þór Árnason skrifar
Áfram greinast nokkrir tugir á degi hverjum.
Áfram greinast nokkrir tugir á degi hverjum. Vísir/Vilhelm

Í gær greindust 36 einstaklingar innan­lands með Co­vid-19 og voru 28 í sóttkví við greiningu. Tuttugu voru óbólusettir. 348 einstaklingar eru í einangrun hér á landi vegna sjúkdómsins og 1.164 í sóttkví. 

Nú liggja átta sjúklingar inni á sjúkrahúsi með Covid-19, þar af fjórir á gjörgæslu, og fjölgar um einn á gjörgæslu milli daga. 

Þrír fullbólusettir farþegar greindust með virka sýkingu á landamærum í gær og þrír jákvæðir bíða niðurstöðu mótefnamælingar. 

Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á upplýsingavefnum Covid.is. Eins greindust 36 með Covid-19 á miðvikudag. Fjórtán daga nýgengi innanlandssmita mælist nú 111 sýkingar á hverja 100 þúsund íbúa.

Alls hafa 11.632 staðfest innanlandstilfelli greinst hér á landi frá því að bera fór á faraldrinum þann 28. febrúar í fyrra. 

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.