Innlent

Jafnmargir treysta Katrínu mikið og treysta Bjarna lítið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Katrín og BJarni hafa staðið í ströngu undanfarin fjögur ár í ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar.
Katrín og BJarni hafa staðið í ströngu undanfarin fjögur ár í ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Vísir/Vilhelm

Yfir helmingur landsmanna segjast bera mikið traust til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra og yfir þriðjungur til Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins. Bjarni Benediktsson er í þriðja sæti yfir þá sem landsmenn treysta þótt enn fleiri beri lítið traust til hans.

Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR um traust til stjórnmálaleiðtoga á Íslandi.

Rúmlega þrír af hverjum fjórum sögðust hins vegar bera lítið traust til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins og um fjórir af hverjum fimm sögðust bera lítið traust til Guðmundar Franklín Jónssonar, formanns Frjálslynda lýðræðisflokksins.

Traust til leiðtoga ríkisstjórnarflokkanna þriggja hefur aukist yfir síðastliðin tvö ár og mælist hærra en traust til leiðtoga annarra stjórnmálaflokka. Leiðtogar flokkanna þriggja í ríkisstjórn njóta mests trausts.

Ef súluritið að neðan er skoðað vekur meðal annars athygli að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er í þriðja sæti yfir þá leiðtoga sem njóta mests trausts. Rúm 29 prósent segjast bera frekar eða mjög mikið traust til hans. 

Rúmlega 55 prósent segjast bera frekar eða mjög lítið traust til hans. Það eru jafnmargir og segjast bera frekar eða mjög mikið traust til Katrínar.

Landsmenn bera minnst traust til Gunnars Smára Egilssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssongar og Guðmundar Franklíns Jónssonar.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.