Innlent

Bólusetning við inflúensu hefst 15. október

Birgir Olgeirsson skrifar
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.  Vísir/Vilhelm

Von er á 95 þúsund skömmtum af bóluefni við inflúensu til landsins í ár.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við Vísi að bólusetningar við inflúensu hefjist 15. október og þeir sem eru 60 ára og eldri og einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma hvattir til að mæta.

Í fyrra bárust 70.000 skammtar af bóluefni við inflúensu sem kláruðust nokkuð hratt. Ragnheiður býst við að 95 þúsund skammtar dugi í ár, því í fyrra voru fengnir auka skammtar til landsins sem kláruðust ekki.

Áhugi á bólusetningu við inflúensu hefur aukist mikið vegna kórónuveirufaraldursins. Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, sagði í samtali við fréttastofu í fyrra að það geti reynst hættulegt að smitast af kórónuveirunni og inflúensu á sama tíma.

Ragnheiður Ósk segir mismunandi hvernig fólk getur borið sig eftir því að bóka tíma í bólusetningu og það fari að stórum hluta eftir heilsugæslustöðvum. Í sumum tilvikum sé í boði að bóka bólusetningu í gegnum vef Heilsuveru en á öðrum stöðum þurfi að hringja og panta.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.