Sport

Dagskráin í dag: Íslandsmeistararnir ríða á vaðið í Olís-deild kvenna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
KA/Þór vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni á seinasta tímabili og stelpurnar að norðan hefja titilvörn sína í dag.
KA/Þór vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni á seinasta tímabili og stelpurnar að norðan hefja titilvörn sína í dag. vísir/hulda

Boðið verður upp á sex beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 í dag. KA/Þór er ríkjandi Íslandsmeistari kvenna í handbolta og þær hefja titilvörnina gegn Eyjakonum í dag.

Dagurinn byrjar á Stöð 2 Golf þar sem að bein útsending frá þriðja degi Dutch Open hefst klukkan 11:00.

Klukkan 11:25 er leikur Hull og Sheffield United á dagskrá í ensku 1. deildinni, en sá leikur er sýndur á Stöð 2 Sport 2.

KA/Þór hefur titilvörn sína á heimavelli þegar að ÍBV mætir norður í dag. Útsending frá þeim leik hefst klukkan 13:50 á Stöð 2 Sport.

Spænski körfuboltinn byrjar einnig að rúlla í dag, en Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia mæta Baskonia í fyrsta leik tímabilsins á Stöð 2 Sport 2 klukkan 18:35.

Cambia Portland Classic heldur áfram á Stöð 2 Golf klukkan 19:00 og klukkan 22:00 er það Fortinet Championship sem leiðir okkur inn í nóttina á sömu rás.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.