Ótrúleg dramatík er Brady og félagar hófu tímabilið á sigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2021 08:00 Tom Brady var frábær í nótt. Julio Aguilar/Getty Images Það er spurning hvort Tom Brady og Rob Gronkowski hafi fundið tímavél í sumarfríinu en þeir áttu báðir magnaðan leik er Tampa Bay Buccaneers hóf NFL-tímabilið með dramatískum sigri á Dallas Cowboys, lokatölur 31-29. Dramatíkin var rosaleg en bæði lið skiptust á að hafa forystuna allt þangað til undir lok leiks. Báðir leikstjórnendur áttu frábæran leik og Dak Prescott er endanlega búinn að jafna sig á meiðslunum sem héldu honum frá lengi vel á síðustu leiktíð. Leikurinn fór frábærlega af stað og Brady henti snemma fyrir snertimarki. Prescott gerði slíkt hið sama og jöfnuðu gestirnir metin í 7-7. .@TomBrady to @CGtwelve_ for the first TD of the 2021 season! @Buccaneers | #GoBucs : #DALvsTB on NBC : https://t.co/0VSAGL68p0 pic.twitter.com/9bMya3wXaj— NFL (@NFL) September 10, 2021 Aftur henti Brady fyrir snertimarki, að þessu sinni á góðvin sinn Gronkowski. Aftur náðu gestirnir frá Dallas að jafna metin, eða það héldu þeir. Greg Zuerlein hitti ekki úr spyrnunni fyrir aukastiginu og staðan því 14-13 Tampa í vil. Hann hitti skömmu síðar er Dallas tók forystuna 16-14. Heimamenn voru ekki hættir og Brady henti fyrir öðru snertimarki fyrir hálfleik, að þessu sinni var það Antonio Brown sem greip boltann. Staðan 21-16 í hálfleik. Aftur tók Dallas vallarmark í síðari hálfleik og aftur svaraði Brady með snertimarki, aftur var það Gronkowski sem greip boltann. Staðan þarna orðin 28-19 en Dallas svaraði með snerti marki skömmu síðar. The #DallasCowboys have the lead! #Kickoff2021 : #DALvsTB on NBC : https://t.co/0VSAGKOx0q pic.twitter.com/QfUiYS4u22— NFL (@NFL) September 10, 2021 Þegar tæplega þrjár og hálf mínúta voru til leiksloka tóku Dallas þá ákvörðun að taka vallarmark og komust þar með yfir 29-28. Það var of mikill tími en Brady kom Buccs upp völlinn áður en meistararnir ákváðu einnig að taka sénsinn á vallarmarki. Succop þrumaði boltanum milli stanganna og Buccaneers unnu ótrúlegan 31-29 sigur. WHAT A GAME.The @Buccaneers retake the lead with 2 seconds left! #GoBucs #Kickoff2021 pic.twitter.com/6DfY90zqwT— NFL (@NFL) September 10, 2021 Brady henti fyrir fjórum snertimörkum og kastaði alls fyrir 347 metrum. Hinum megin kastaði Prescott fyrir þremur snertimörkum og 369 metrum. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.990 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Sjá meira
Dramatíkin var rosaleg en bæði lið skiptust á að hafa forystuna allt þangað til undir lok leiks. Báðir leikstjórnendur áttu frábæran leik og Dak Prescott er endanlega búinn að jafna sig á meiðslunum sem héldu honum frá lengi vel á síðustu leiktíð. Leikurinn fór frábærlega af stað og Brady henti snemma fyrir snertimarki. Prescott gerði slíkt hið sama og jöfnuðu gestirnir metin í 7-7. .@TomBrady to @CGtwelve_ for the first TD of the 2021 season! @Buccaneers | #GoBucs : #DALvsTB on NBC : https://t.co/0VSAGL68p0 pic.twitter.com/9bMya3wXaj— NFL (@NFL) September 10, 2021 Aftur henti Brady fyrir snertimarki, að þessu sinni á góðvin sinn Gronkowski. Aftur náðu gestirnir frá Dallas að jafna metin, eða það héldu þeir. Greg Zuerlein hitti ekki úr spyrnunni fyrir aukastiginu og staðan því 14-13 Tampa í vil. Hann hitti skömmu síðar er Dallas tók forystuna 16-14. Heimamenn voru ekki hættir og Brady henti fyrir öðru snertimarki fyrir hálfleik, að þessu sinni var það Antonio Brown sem greip boltann. Staðan 21-16 í hálfleik. Aftur tók Dallas vallarmark í síðari hálfleik og aftur svaraði Brady með snertimarki, aftur var það Gronkowski sem greip boltann. Staðan þarna orðin 28-19 en Dallas svaraði með snerti marki skömmu síðar. The #DallasCowboys have the lead! #Kickoff2021 : #DALvsTB on NBC : https://t.co/0VSAGKOx0q pic.twitter.com/QfUiYS4u22— NFL (@NFL) September 10, 2021 Þegar tæplega þrjár og hálf mínúta voru til leiksloka tóku Dallas þá ákvörðun að taka vallarmark og komust þar með yfir 29-28. Það var of mikill tími en Brady kom Buccs upp völlinn áður en meistararnir ákváðu einnig að taka sénsinn á vallarmarki. Succop þrumaði boltanum milli stanganna og Buccaneers unnu ótrúlegan 31-29 sigur. WHAT A GAME.The @Buccaneers retake the lead with 2 seconds left! #GoBucs #Kickoff2021 pic.twitter.com/6DfY90zqwT— NFL (@NFL) September 10, 2021 Brady henti fyrir fjórum snertimörkum og kastaði alls fyrir 347 metrum. Hinum megin kastaði Prescott fyrir þremur snertimörkum og 369 metrum. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.990 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.990 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Sjá meira