Lífið

Oddvitaáskorunin: Kaupa blóm handa mömmu rómantískasta uppátækið

Samúel Karl Ólason skrifar
Hér er Björgvin með þeim Glúmi Bladvinssyni, Jóhannesi Stefánssyni og Guðmundi Franklín. 
Hér er Björgvin með þeim Glúmi Bladvinssyni, Jóhannesi Stefánssyni og Guðmundi Franklín. 

Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum.

Björgvin E. Vídalín Arngrímsson leiðir lista Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi í kosningunum.

Björgvin er fæddur í Reykjavík, ókvæntur, á þrjú börn og fimm barnabörn. Foreldrar, Arngrímur Vídalín Guðjónsson frá Ytri Hjarðardal við Önundarfjörð, Rannveig Jónasdóttir fædd á Ísafirði.

Störf, Aðstoðarmaður fiskifræðinga hjá Hafró, loftskeytamaður hjá BÚR, ÚA, Eimskip og Reykjavík Radio TFA. Sjálfstætt starfandi í mörg ár, Vann lengi hjá Opnum Kerfum sem UPS sérfræðingur.

Félagsstörf, félagi í Björgunarsveitinni Ingólfur í Reykjavík og í stjórn Skíðadeildar Fram í Reykjavík.

Hér má sjá myndband sem Björgvin sendi í Oddvitaáskorunina. Hann tók það upp við köfun hér á landi.

Klippa: Oddvitaáskoun - Björgvin E. Vídalín Arngrímsson

Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?

Garðurinn minn.

Hvað færðu þér í bragðaref?

Ekki hugmynd.

Uppáhalds bók?

Vefarinn mikli frá Kasmír.

Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla)

A horse with no name.

Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi)

Þar sem ég bý.

Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi.

Ræktaði garðinn minn.

Hvað tekur þú í bekk?

25 kg.

Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat?

Fyrir.

Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu)

Köfun.

Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi?

Skiptu um hárgreiðslu.

Uppáhalds tónlistarmaður?

Bjartmar, Pálmi í öðrusæti.

Besti fimmaurabrandarinn?

Áttu túkall?

Ein sterkasta minningin úr æsku?

Fyrsti kossinn.

Hver er fyrirmynd þín í pólitík?

Jón Baldvin.

Besta íslenska Eurovision-lagið?

Gleðibankinn.

Besta frí sem þú hefur farið í?

Vínsmökkun hjá Cartuxa í Portúgal.

Uppáhalds þynnkumatur?

Hafragrautur.

Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið?

Núll.

Uppáhalds Fóstbræðraatriði?

Man það ekki.

Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum?

Skrópa í dönskutíma.

Rómantískasta uppátækið?

Kaupa blóm handa mömmu.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.