Engin lífshætta nema fólk lendi í sérstökum aðstæðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. september 2021 15:54 Magnús Tumi er prófessor í jarðeðlisfræði. Hér er hann við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga. Gera má ráð fyrir að það taki upp undir sólarhring fyrir vatnið sem nú hleypur úr Eystri Skaftárkatli að ná að jökuljaðrinum. Hlaupið hófst seint í gærkvöldi. Jarðeðlisfræðingur segir hlaupið eiga að ná hámarki á einum til tveimur sólarhringum. Hann segir enga beina lífshættu stafa af hlaupinu. „Þetta er úr eystri Skaftárkatlinum og þau hlaup eru alltaf miklu stærri en þau sem koma úr þeim vestari,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í samtali við fréttastofu. Hlaup úr vestari katlinum hefur staðið yfir síðustu daga en í morgun greindi Veðurstofa Íslands frá því að hlaup úr þeim eystri væri hafið. Magnús Tumi rifjar upp hlaupið sem kom úr eystri katlinum árið 2015, sem var afar kraftmikið. Hann gerir ekki ráð fyrir sama krafti í þessu hlaupi, og telur að það muni frekar svipa til hlaupsins sem varð árið 2018. „Það er ekki eins mikið vatn í katlinum og ekki eins langt síðan það hljóp síðast. En það má reikna með því að þetta verði kannski svipað hlaup og kom fyrir þremur árum,“ segir hann. Hlaup úr vestari katlinum hófst í síðustu viku en nú er hlaup úr þeim eystri hafið. Þau eru alla jafna stærri og kraftmeiri.Vísir/RAX Á ekki von á að þjóðvegurinn sé í bráðri hættu Magnús Tumi segir að Skaftárhlaup teljist ekki til stærstu náttúruatburða sem verði hér á landi. Þeim fylgi þó mikill aur sem dreifist víða, og hlaupin geti lokað vegum. Þá fylgi oft sandfok þegar taki að þorna. „Það er ekki bein lífshætta, nema fólk lendi í einhverjum mjög sérstökum aðstæðum,“ segir hann. Hann gerir ekki ráð fyrir að þjóðvegurinn lokist vegna hlaupsins en Veðurstofan hefur gefið það út að gera megi ráð fyrir að vatn úr hlaupinu nái að þjóðveginum annað kvöld. „Uppi á hálendinu er brennisteinsvetni sem kemur úr vatninu, því þetta er vatn undan Skaftárkatlinum. Ef fólk er nálægt upptökunum eða við Skaftá þá getur fylgt því eitrun. Það er ástæða til að fara að öllu með gát og það borgar sig að lokast ekki inni ef fólk er þarna upp með Skaftá fyrir ofan byggð. Svo má vel vera að þetta trufli göngur sem ég held að eigi að hefjast núna strax eftir helgina,“ segir Magnús Tumi. Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Almannavarnir Tengdar fréttir Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07 Hlaup hafið í Eystri-Skaftárkatli Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld. 5. september 2021 12:06 Flogið yfir sigkatlana í Skaftárjökli Rennsli virðist fara hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu. 4. september 2021 10:08 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Innleiðing samræmds námsmats þoli ekki bið „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Sjá meira
„Þetta er úr eystri Skaftárkatlinum og þau hlaup eru alltaf miklu stærri en þau sem koma úr þeim vestari,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í samtali við fréttastofu. Hlaup úr vestari katlinum hefur staðið yfir síðustu daga en í morgun greindi Veðurstofa Íslands frá því að hlaup úr þeim eystri væri hafið. Magnús Tumi rifjar upp hlaupið sem kom úr eystri katlinum árið 2015, sem var afar kraftmikið. Hann gerir ekki ráð fyrir sama krafti í þessu hlaupi, og telur að það muni frekar svipa til hlaupsins sem varð árið 2018. „Það er ekki eins mikið vatn í katlinum og ekki eins langt síðan það hljóp síðast. En það má reikna með því að þetta verði kannski svipað hlaup og kom fyrir þremur árum,“ segir hann. Hlaup úr vestari katlinum hófst í síðustu viku en nú er hlaup úr þeim eystri hafið. Þau eru alla jafna stærri og kraftmeiri.Vísir/RAX Á ekki von á að þjóðvegurinn sé í bráðri hættu Magnús Tumi segir að Skaftárhlaup teljist ekki til stærstu náttúruatburða sem verði hér á landi. Þeim fylgi þó mikill aur sem dreifist víða, og hlaupin geti lokað vegum. Þá fylgi oft sandfok þegar taki að þorna. „Það er ekki bein lífshætta, nema fólk lendi í einhverjum mjög sérstökum aðstæðum,“ segir hann. Hann gerir ekki ráð fyrir að þjóðvegurinn lokist vegna hlaupsins en Veðurstofan hefur gefið það út að gera megi ráð fyrir að vatn úr hlaupinu nái að þjóðveginum annað kvöld. „Uppi á hálendinu er brennisteinsvetni sem kemur úr vatninu, því þetta er vatn undan Skaftárkatlinum. Ef fólk er nálægt upptökunum eða við Skaftá þá getur fylgt því eitrun. Það er ástæða til að fara að öllu með gát og það borgar sig að lokast ekki inni ef fólk er þarna upp með Skaftá fyrir ofan byggð. Svo má vel vera að þetta trufli göngur sem ég held að eigi að hefjast núna strax eftir helgina,“ segir Magnús Tumi.
Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Almannavarnir Tengdar fréttir Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07 Hlaup hafið í Eystri-Skaftárkatli Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld. 5. september 2021 12:06 Flogið yfir sigkatlana í Skaftárjökli Rennsli virðist fara hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu. 4. september 2021 10:08 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Innleiðing samræmds námsmats þoli ekki bið „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Sjá meira
Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07
Hlaup hafið í Eystri-Skaftárkatli Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld. 5. september 2021 12:06
Flogið yfir sigkatlana í Skaftárjökli Rennsli virðist fara hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu. 4. september 2021 10:08