Gosið í einni lengstu pásunni hingað til Snorri Másson skrifar 5. september 2021 13:49 Eldgos í Fagradalsfjalli hófst 19. mars. Vísir/Vilhelm Eldvirkni í Fagradalsfjalli hefur legið í láginni frá því á fimmtudaginn. Þetta er ein lengsta pása sem eldgosið hefur tekið sér frá því að það hófst í mars, en er ekki nauðsynlega til marks um að það sé að klárast. Á óróamælum Veðurstofu Íslands má greinilega sjá að virkni í Fagradalsfjalli snarminnkar á fimmtudag og hefur ekki náð sér á strik síðan. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ekki beri að draga of miklar ályktanir af þessari þróun. „Það gæti verið að gosið sé bara að taka langa pásu. Útaf hverju það er, það gæti hafa lokast fyrir innstreymið, hrunið ofan í það, eða hreinlega lagst saman gosrásin á einhverjum stað. Svo er náttúrulega hinn möguleikinn líka, að gosið sé hætt,“ segir Þorvaldur. Þetta sé þó ekki skýr vísbending um goslok. Þannig hafi eldgos á Havaí tekið sér allt að 7-10 daga pásur þótt það hafi staðið í 35 ár. Vel komi til greina hér að virknin neðar í jörðinni sé jafnvel meiri eða að nýtt stig sé að taka við. „Það þarf að skoða fleiri gögn, það þyrfti eiginlega að skoða afmyndunina, hvað hún er að segja okkur. Hvort hún sé enn að síga saman eða hvort það sé komið annað mynstur þar. Svo verðum við bara að sjá og bíða. Eftir því sem lengra líður frá, ef það gerist ekki neitt, þá náttúrulega endar með því að við verðum að segja að gosið sé hætt,“ segir Þorvaldur. Í öðrum gosfréttum er enn fylgst náið með Öskju, þar sem landris gefur ástæðu til að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegu gosi. Það yrði saga til næsta bæjar, segir Þorvaldur, ef hér væru tvö gos í gangi í einu. „Mér hefur nú fundist eins og Askja sé að undirbúa sig undir eitthvað en hversu langan tíma hún tekur í það er svo annar handleggur. Það verður spennandi að fylgjast með því hvað Askja gerir. Þetta er náttúrulega eitt af okkar virkustu eldfjöllum og eitt af þeim eldfjöllum sem hefur framleitt hvað mest síðan jökla leysti, þannig að þetta er mjög öflug eldstöð og það væri mjög undarlegt ef hún væri sofandi of lengi.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Eins og standa við appelsínugulan Dettifoss“ Mögnuð sjón beið þeirra sem lögðu leið sína að eldgosinu við Fagradalsfjall í morgun. Hraunstraumurinn rann stríðum strauðum niður í Nátthaga. 26. ágúst 2021 13:38 Hraun rennur aftur í Nátthaga en langt í Suðurstrandarveg Hraun er nú farið að renna niður í Nátthaga úr eldstöðinni við Fagradalsfjall á ný. Þetta er í fyrsta skipti sem sjáanlegt rennsli er niður í dalinn síðan í lok júní. Hraunið á að renna yfir Suðurstrandarveg fljótlega eftir að Nátthaginn fyllist af hrauni en að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands eru margar vikur eða mánuðir í að það gerist, miðað við kraftinn í gosinu núna. 21. ágúst 2021 19:14 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Á óróamælum Veðurstofu Íslands má greinilega sjá að virkni í Fagradalsfjalli snarminnkar á fimmtudag og hefur ekki náð sér á strik síðan. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ekki beri að draga of miklar ályktanir af þessari þróun. „Það gæti verið að gosið sé bara að taka langa pásu. Útaf hverju það er, það gæti hafa lokast fyrir innstreymið, hrunið ofan í það, eða hreinlega lagst saman gosrásin á einhverjum stað. Svo er náttúrulega hinn möguleikinn líka, að gosið sé hætt,“ segir Þorvaldur. Þetta sé þó ekki skýr vísbending um goslok. Þannig hafi eldgos á Havaí tekið sér allt að 7-10 daga pásur þótt það hafi staðið í 35 ár. Vel komi til greina hér að virknin neðar í jörðinni sé jafnvel meiri eða að nýtt stig sé að taka við. „Það þarf að skoða fleiri gögn, það þyrfti eiginlega að skoða afmyndunina, hvað hún er að segja okkur. Hvort hún sé enn að síga saman eða hvort það sé komið annað mynstur þar. Svo verðum við bara að sjá og bíða. Eftir því sem lengra líður frá, ef það gerist ekki neitt, þá náttúrulega endar með því að við verðum að segja að gosið sé hætt,“ segir Þorvaldur. Í öðrum gosfréttum er enn fylgst náið með Öskju, þar sem landris gefur ástæðu til að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegu gosi. Það yrði saga til næsta bæjar, segir Þorvaldur, ef hér væru tvö gos í gangi í einu. „Mér hefur nú fundist eins og Askja sé að undirbúa sig undir eitthvað en hversu langan tíma hún tekur í það er svo annar handleggur. Það verður spennandi að fylgjast með því hvað Askja gerir. Þetta er náttúrulega eitt af okkar virkustu eldfjöllum og eitt af þeim eldfjöllum sem hefur framleitt hvað mest síðan jökla leysti, þannig að þetta er mjög öflug eldstöð og það væri mjög undarlegt ef hún væri sofandi of lengi.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Eins og standa við appelsínugulan Dettifoss“ Mögnuð sjón beið þeirra sem lögðu leið sína að eldgosinu við Fagradalsfjall í morgun. Hraunstraumurinn rann stríðum strauðum niður í Nátthaga. 26. ágúst 2021 13:38 Hraun rennur aftur í Nátthaga en langt í Suðurstrandarveg Hraun er nú farið að renna niður í Nátthaga úr eldstöðinni við Fagradalsfjall á ný. Þetta er í fyrsta skipti sem sjáanlegt rennsli er niður í dalinn síðan í lok júní. Hraunið á að renna yfir Suðurstrandarveg fljótlega eftir að Nátthaginn fyllist af hrauni en að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands eru margar vikur eða mánuðir í að það gerist, miðað við kraftinn í gosinu núna. 21. ágúst 2021 19:14 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
„Eins og standa við appelsínugulan Dettifoss“ Mögnuð sjón beið þeirra sem lögðu leið sína að eldgosinu við Fagradalsfjall í morgun. Hraunstraumurinn rann stríðum strauðum niður í Nátthaga. 26. ágúst 2021 13:38
Hraun rennur aftur í Nátthaga en langt í Suðurstrandarveg Hraun er nú farið að renna niður í Nátthaga úr eldstöðinni við Fagradalsfjall á ný. Þetta er í fyrsta skipti sem sjáanlegt rennsli er niður í dalinn síðan í lok júní. Hraunið á að renna yfir Suðurstrandarveg fljótlega eftir að Nátthaginn fyllist af hrauni en að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands eru margar vikur eða mánuðir í að það gerist, miðað við kraftinn í gosinu núna. 21. ágúst 2021 19:14