Óttast að hryðjuverkahópar skjóti aftur rótum í Afganistan Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2021 07:45 Mark Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna. AP/Susan Walsh Mark Milley, yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, telur líklegt að borgarastyrjöld muni skella á í Afganistan og að hryðjuverkahópar geti notið þá óreiðu til að skjóta þar niður rótum. Talibanar berjast nú við andófsmenn í Panjshir-dal en virðast vera að bera sigur úr býtum. Panjshir-dalur er í raun síðasta landsvæðið í Afganistan sem Talibanar stjórna ekki í dag en þeim tókst aldrei að ná þar tökum í stjórnartíð þeirra frá 1996 til 2001. Báðar fylkingar segjast vera að vinna en Talibanar virðast hafa yfirhöndina í átökunum í dalnum, sem er mjög erfiður yfirferðar. Reuters hefur eftir talsmanni Talibana að þeir hafi náð tökum á fjórum af sjö héruðum dalsins. Þá hefur AFP fréttaveitan eftir sérfræðingum að staða andófsmanna í Panjshir-dalnum sé ekki góð. Forsvarsmenn ítalskra hjálparsamtaka sem reka sjúkrahús í dalnum segja Talibana hafa sótt fram og marga þorpsbúa hafa flúið heimili sín. Andófsmennirnir í Panjshir-dalnum eru leiddir af Amrullah Saleh, fyrrverandi varaforseta Afganistans, og Ahmad Massoud, syni þekkst stríðsherrra sem heitir Ahmad Shah Massoud. Þeir kalla sig National Resistance Front of Afghanistan. Meðlimir sérsveita Talibana í Kabúl.AP/Khwaja Tawfiq Sediqi Í viðtali við Fox News sem birt var í gær sagði Milley að hann teldi góðar líkur á borgarastyrjöld og óttaðist að hryðjuverkahópar eins og al-Qaeda og ISIS gætu náð sér á strik á nýjan leik á næstu árum. Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði sömuleiðis við mögulegri borgarastyrjöld í Afganistan fyrr í sumar. Það var þó fyrir yfirtöku Talibana sem átti sér stað mun fyrr en ráðamenn vestanhafs óttuðust. Sjá einnig: Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Bandaríkin gerðu innrás í Afganistan árið 2001. Var það í kjölfar árásar al-Qaeda á Tvíburaturnana í New York en hryðjuverkasamtökin nutu stuðnings og skjóls Talibana í Afganistan. Afganistan Bandaríkin Hernaður Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Panjshir-dalur er í raun síðasta landsvæðið í Afganistan sem Talibanar stjórna ekki í dag en þeim tókst aldrei að ná þar tökum í stjórnartíð þeirra frá 1996 til 2001. Báðar fylkingar segjast vera að vinna en Talibanar virðast hafa yfirhöndina í átökunum í dalnum, sem er mjög erfiður yfirferðar. Reuters hefur eftir talsmanni Talibana að þeir hafi náð tökum á fjórum af sjö héruðum dalsins. Þá hefur AFP fréttaveitan eftir sérfræðingum að staða andófsmanna í Panjshir-dalnum sé ekki góð. Forsvarsmenn ítalskra hjálparsamtaka sem reka sjúkrahús í dalnum segja Talibana hafa sótt fram og marga þorpsbúa hafa flúið heimili sín. Andófsmennirnir í Panjshir-dalnum eru leiddir af Amrullah Saleh, fyrrverandi varaforseta Afganistans, og Ahmad Massoud, syni þekkst stríðsherrra sem heitir Ahmad Shah Massoud. Þeir kalla sig National Resistance Front of Afghanistan. Meðlimir sérsveita Talibana í Kabúl.AP/Khwaja Tawfiq Sediqi Í viðtali við Fox News sem birt var í gær sagði Milley að hann teldi góðar líkur á borgarastyrjöld og óttaðist að hryðjuverkahópar eins og al-Qaeda og ISIS gætu náð sér á strik á nýjan leik á næstu árum. Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði sömuleiðis við mögulegri borgarastyrjöld í Afganistan fyrr í sumar. Það var þó fyrir yfirtöku Talibana sem átti sér stað mun fyrr en ráðamenn vestanhafs óttuðust. Sjá einnig: Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Bandaríkin gerðu innrás í Afganistan árið 2001. Var það í kjölfar árásar al-Qaeda á Tvíburaturnana í New York en hryðjuverkasamtökin nutu stuðnings og skjóls Talibana í Afganistan.
Afganistan Bandaríkin Hernaður Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira