Sprenging í ofbeldistilkynningum til Íþróttabandalagsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2021 20:00 Birta Björnsdóttir, verkefnastjóri ofbeldis- og jafnréttismála hjá ÍBR. VÍSIR/HELENA RAKEL Sprenging hefur orðið í tilkynningum um ofbeldismál til Íþróttabandalags Reykjavíkur í ár miðað við árin á undan. Bandalagið hefur tilkynnt alvarlegustu málin til lögreglu og barnaverndar. Öll íþróttafélög í Reykjavík heyra undir Íþróttabandalag Reykjavíkur, ÍBR. Bandalagið réðst í vitundarvakningarátak eftir að íþróttakonur stigu fram með frásagnir af ofbeldi í einni af fyrri Metoo-bylgjum. „Við höfum séð mikla aukningu á málum sem eru tilkynnt inn til okkar. Í hittífyrra voru fjögur mál, í fyrra voru níu og núna hafa komið 39. Þessi mikla aukning er ekki af því að það er meira ofbeldi heldur erum við að fá það inn á borð til okkar og það er það sem við viljum,“ segir Birta Björnsdóttir, verkefnastjóri ofbeldis- og jafnréttismála hjá ÍBR. Málin í ár eru af ýmsum toga, að sögn Birtu. 33 prósent tilkynninga eru um andlegt ofbeldi, 21 prósent um líkamlegt ofbeldi, önnur 21 prósent um kynferðislegt ofbeldi og 15 prósent um kynferðislega áreitni, samkvæmt tölum frá ÍBR. Að meðaltali sé nú tilkynnt um eitt til tvö mál á viku. Málin dreifi sér jafnt milli fullorðins- og barnastarfs og þá sé allur gangur á því hverjir gerendur séu. „Algengast er þjálfari á iðkanda eða iðkandi á iðkanda,“ segir Birta. Hafið þið þurft að tilkynna mál til lögreglu? „Já, já, við höfum tilkynnt til lögreglu og barnaverndar. það hafa alveg verið alvarleg brot. En eins og ég segi, við reynum að vinna úr því eins faglega og hægt er.“ Vilja fá strákana til sín líka Birta segir að íþróttafélögin sjálf tilkynni gjarnan málin til ÍBR. Tilkynningar komi þó einnig frá þolendum sjálfum og foreldrum þolenda. Enn sem komið er séu tilkynnendur eingöngu kvenkyns, þó að rannsóknir sýni að ofbeldi gegn hinsegin og kynsegin íþróttafólki sé til að mynda algengt. „Við erum ekki að ná að sjá þessi mál koma nógu mikið inn til okkar. Fatlað íþróttafólk einnig, við viljum fá þessi mál upp á borð og við viljum að strákarnir komi og segi frá, því þeir verða líka fyrir ofbeldi eins og stelpurnar,“ segir Birta. Þá segir hún óháðan fagaðila koma að úrvinnslu hvers máls - og bandalagið leggi áherslu á að fá málin út úr félögunum. „Íþróttafélög eru smá eins og litlar fjölskyldur, það er erfitt að taka á málum þegar þú þekkir þennan og þennan í stjórn.“ Íþróttir barna Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Öll íþróttafélög í Reykjavík heyra undir Íþróttabandalag Reykjavíkur, ÍBR. Bandalagið réðst í vitundarvakningarátak eftir að íþróttakonur stigu fram með frásagnir af ofbeldi í einni af fyrri Metoo-bylgjum. „Við höfum séð mikla aukningu á málum sem eru tilkynnt inn til okkar. Í hittífyrra voru fjögur mál, í fyrra voru níu og núna hafa komið 39. Þessi mikla aukning er ekki af því að það er meira ofbeldi heldur erum við að fá það inn á borð til okkar og það er það sem við viljum,“ segir Birta Björnsdóttir, verkefnastjóri ofbeldis- og jafnréttismála hjá ÍBR. Málin í ár eru af ýmsum toga, að sögn Birtu. 33 prósent tilkynninga eru um andlegt ofbeldi, 21 prósent um líkamlegt ofbeldi, önnur 21 prósent um kynferðislegt ofbeldi og 15 prósent um kynferðislega áreitni, samkvæmt tölum frá ÍBR. Að meðaltali sé nú tilkynnt um eitt til tvö mál á viku. Málin dreifi sér jafnt milli fullorðins- og barnastarfs og þá sé allur gangur á því hverjir gerendur séu. „Algengast er þjálfari á iðkanda eða iðkandi á iðkanda,“ segir Birta. Hafið þið þurft að tilkynna mál til lögreglu? „Já, já, við höfum tilkynnt til lögreglu og barnaverndar. það hafa alveg verið alvarleg brot. En eins og ég segi, við reynum að vinna úr því eins faglega og hægt er.“ Vilja fá strákana til sín líka Birta segir að íþróttafélögin sjálf tilkynni gjarnan málin til ÍBR. Tilkynningar komi þó einnig frá þolendum sjálfum og foreldrum þolenda. Enn sem komið er séu tilkynnendur eingöngu kvenkyns, þó að rannsóknir sýni að ofbeldi gegn hinsegin og kynsegin íþróttafólki sé til að mynda algengt. „Við erum ekki að ná að sjá þessi mál koma nógu mikið inn til okkar. Fatlað íþróttafólk einnig, við viljum fá þessi mál upp á borð og við viljum að strákarnir komi og segi frá, því þeir verða líka fyrir ofbeldi eins og stelpurnar,“ segir Birta. Þá segir hún óháðan fagaðila koma að úrvinnslu hvers máls - og bandalagið leggi áherslu á að fá málin út úr félögunum. „Íþróttafélög eru smá eins og litlar fjölskyldur, það er erfitt að taka á málum þegar þú þekkir þennan og þennan í stjórn.“
Íþróttir barna Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira