Torres, Falcao, Konchesky og Djemba-Djemba meðal verstu kaupa í sögu úrvalsdeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2021 17:00 Fernando Torres náði sér aldrei á strik hjá Chelsea. Mynd/AP Það styttist í að félagaskiptaglugginn á Englandi, og víðar um Evrópu, loki. Eftir það þurfa knattspyrnulið álfunnar að sætta sig við þá leikmenn sem eru á launaskrá þeirra. Four Four Two tók saman tíu verstu félagaskipti á gluggadegi frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar. Þar eru nokkur kunnugleg nöfn sem gerðu það gott áður en ákveðið var að söðla um á lokadegi félagaskiptagluggans. 10. sæti: Eric Djemba-Djemba Maðurinn sem var svo góður að þeir nefndu hann tvisvar að sögn stuðningsfólks Manchester United. Djemba-Djemba var ekki alveg nægilega góður fyrir Man United en það var eitthvað kómískt við veru hans hjá félaginu og því var hann alltaf í miklum metum. Á gluggadeginum í janúar 2005 var hann seldur til Aston Villa. Félagaskipti sem mörkuðu upphaf endaloka David O‘Leary með liðið. 9. sæti: Benni McCarthy Einn af fjölmörgum framherjum sem West Ham United hefur sótt á undanförnum árum. Líkt og svo margir gat McCarthy ekkert í treyju Hamranna. Á endanum borgaði félagið leikmanninum svo hægt væri að rifta samningi hans. 8. sæti: Andre Santos Brasilískur bakvörður sem gekk í raðir Arsenal árið 2011. Átti að vera næsti Roberto Carlos eða Dani Alves. Hann komst aldrei nálægt því. Sturtaði ferlinum hjá Arsenal endanlega í klósettið þegar hann bað Robin van Persie, fyrrum leikmann Arsenal, um að skipta um treyju við sig í hálfleik er liðið tapaði gegn Manchester United. 7. sæti: Paul Konchesky Ein af mörgum ömurlegum kaupum Liverpool undir stjórn Roy Hodgson. Það átti að kaupa enskt og fara áfram á gömlu góðu hörkunni. Það virkaði engan veginn. Maðurinn sem valdi að krúnuraka sig er ekki einu kaup Liverpool frá þessum tíma sem rata á listann. Paul Konchesky í leik með Liverpool.Nordic Photos/Getty Images 6. sæti: Xisco Spánverjinn Xisco kom til Newcastle United frá Deportivo La Coruna árið 2008. Fann sig aldrei í kuldanum á Norður-Englandi. 5. sæti: Afonso Alves Brasilískur framherji sem raðaði inn mörkum fyrir Heerenveen í Hollandi. Var keyptur til Middlesrough en gat ekki hitt hafið þó hann stæði á ströndinni. Falcao fagnar einu af fáum mörkum sínum fyrir Manchester United.vísir/getty 4. sæti: Radamel Falcao Kom til Manchester United þegar Louis van Gaal var að þjálfa. Leit vel út á pappír en Falcao var að koma til baka eftir að hafa slitið krossband á náði aldrei að sýna sínar bestu hliðar. 3. sæti: Chris Samba Harry Redknapp sótti Samba í janúar 2013 til að bjarga QPR frá falli. Það gekk ekki. Samba var seldur til sama liðs og hann kom frá eftir aðeins tíu leiki. 2. sæti: Andy Carroll Þessi hárprúði framehrji átti að leysa Fernando Torres af hólmi á Anfield fyrir áratug síðan. Liverpool borgaði litlar 35 milljónir punda fyrir leikmann sem fann sig aldrei og hefur ekkert getað síðan. Andy Carroll, fagnar hér marki Daniel Agger ásamt félögum sínunm.Mynd/Nordic Photos/Getty 1. sæti: Fernando Torres Maðurinn sem Carroll átti að leysa af hólmi fór til Chelsea fyrir 51.5 milljónir punda. Þar gat hann bókstaflega ekki neitt. Ein verstu kaup í sögu deildarinnar og verstu kaup í sögu gluggadaga. Enski boltinn Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Raggi Nat á Nesið Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Þar eru nokkur kunnugleg nöfn sem gerðu það gott áður en ákveðið var að söðla um á lokadegi félagaskiptagluggans. 10. sæti: Eric Djemba-Djemba Maðurinn sem var svo góður að þeir nefndu hann tvisvar að sögn stuðningsfólks Manchester United. Djemba-Djemba var ekki alveg nægilega góður fyrir Man United en það var eitthvað kómískt við veru hans hjá félaginu og því var hann alltaf í miklum metum. Á gluggadeginum í janúar 2005 var hann seldur til Aston Villa. Félagaskipti sem mörkuðu upphaf endaloka David O‘Leary með liðið. 9. sæti: Benni McCarthy Einn af fjölmörgum framherjum sem West Ham United hefur sótt á undanförnum árum. Líkt og svo margir gat McCarthy ekkert í treyju Hamranna. Á endanum borgaði félagið leikmanninum svo hægt væri að rifta samningi hans. 8. sæti: Andre Santos Brasilískur bakvörður sem gekk í raðir Arsenal árið 2011. Átti að vera næsti Roberto Carlos eða Dani Alves. Hann komst aldrei nálægt því. Sturtaði ferlinum hjá Arsenal endanlega í klósettið þegar hann bað Robin van Persie, fyrrum leikmann Arsenal, um að skipta um treyju við sig í hálfleik er liðið tapaði gegn Manchester United. 7. sæti: Paul Konchesky Ein af mörgum ömurlegum kaupum Liverpool undir stjórn Roy Hodgson. Það átti að kaupa enskt og fara áfram á gömlu góðu hörkunni. Það virkaði engan veginn. Maðurinn sem valdi að krúnuraka sig er ekki einu kaup Liverpool frá þessum tíma sem rata á listann. Paul Konchesky í leik með Liverpool.Nordic Photos/Getty Images 6. sæti: Xisco Spánverjinn Xisco kom til Newcastle United frá Deportivo La Coruna árið 2008. Fann sig aldrei í kuldanum á Norður-Englandi. 5. sæti: Afonso Alves Brasilískur framherji sem raðaði inn mörkum fyrir Heerenveen í Hollandi. Var keyptur til Middlesrough en gat ekki hitt hafið þó hann stæði á ströndinni. Falcao fagnar einu af fáum mörkum sínum fyrir Manchester United.vísir/getty 4. sæti: Radamel Falcao Kom til Manchester United þegar Louis van Gaal var að þjálfa. Leit vel út á pappír en Falcao var að koma til baka eftir að hafa slitið krossband á náði aldrei að sýna sínar bestu hliðar. 3. sæti: Chris Samba Harry Redknapp sótti Samba í janúar 2013 til að bjarga QPR frá falli. Það gekk ekki. Samba var seldur til sama liðs og hann kom frá eftir aðeins tíu leiki. 2. sæti: Andy Carroll Þessi hárprúði framehrji átti að leysa Fernando Torres af hólmi á Anfield fyrir áratug síðan. Liverpool borgaði litlar 35 milljónir punda fyrir leikmann sem fann sig aldrei og hefur ekkert getað síðan. Andy Carroll, fagnar hér marki Daniel Agger ásamt félögum sínunm.Mynd/Nordic Photos/Getty 1. sæti: Fernando Torres Maðurinn sem Carroll átti að leysa af hólmi fór til Chelsea fyrir 51.5 milljónir punda. Þar gat hann bókstaflega ekki neitt. Ein verstu kaup í sögu deildarinnar og verstu kaup í sögu gluggadaga.
Enski boltinn Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Raggi Nat á Nesið Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira