Klara Bjartmarz ætlar að halda áfram Eiður Þór Árnason skrifar 30. ágúst 2021 22:27 Klara Bjartmarz er framkvæmdastjóri KSÍ. Vísir/Sigurjón Klara Bjartmarz hyggst halda áfram sem framkvæmdastjóri KSÍ eftir að ný stjórn sambandsins tekur við. Stjórn KSÍ hefur tilkynnt að hún ætli að stíga til hliðar í kjölfar umfjöllunar um viðbrögð sambandsins við ásökunum um ofbeldi af hendi landsliðsmanna. Boðað verður til aukaþings með fjögurra vikna fyrirvara og mun núverandi stjórn KSÍ starfa fram að því. „Ég er ráðinn starfsmaður knattspyrnusambandsins og hef starfað hér í 27 ár sem er dágóður tími. Ég er klár í það að halda áfram og mun takast á við það með nýrri stjórn þegar þar að kemur,“ sagði Klara í tíufréttum RÚV. Hún sagði að stofnaður hafi verið sérstakur starfshópur sem sé ætlað að taka betur utan um kynferðisafbrotamál og koma meðferð þeirra í betri farveg innan sambandsins. Aðspurð um það hvort einhugur væri um það innan stjórnarinnar að hún myndi halda áfram svaraði Klara að hún vissi ekki til þess að fráfarandi stjórn hafi fjallað um störf hennar. Vilja að Klara segi af sér Stjórn Íslensks toppfótbolta, samtaka félaga í efstu deildum, hefur kallað eftir því að Klara hætti samhliða stjórn KSÍ til að auka traust knattspyrnuhreyfingarinnar og almennings gagnvart sambandinu. Guðni Bergsson steig til hliðar sem formaður KSÍ á laugardag í kjölfar þess að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikmanns karlalandsliðsins í knattspyrnu haustið 2017. Þórhildur lagði fram kæru en málalyktirnar urðu þær að leikmaðurinn játaði brot sín og greiddi henni miskabætur. Hún hafði áður hafnað boði um þagnarskyldusamning gegn peningagreiðslu. Þórhildur ákvað að greina frá málinu eftir að Guðni fullyrti í Kastljósi að sambandinu hefði aldrei borist formleg kvörtun vegna kynferðisofbeldis af hendi landsliðsmanns. Guðni sagði degi síðar að hann hefði misminnt en faðir Þórhildar hafði meðal annars haft samband við Guðna og aðra starfsmenn sambandsins vegna málsins. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að fá viðbrögð frá fráfarandi stjórnarmeðlimum KSÍ í kvöld, án árangurs. Fréttin hefur verið uppfærð. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Sjá meira
Boðað verður til aukaþings með fjögurra vikna fyrirvara og mun núverandi stjórn KSÍ starfa fram að því. „Ég er ráðinn starfsmaður knattspyrnusambandsins og hef starfað hér í 27 ár sem er dágóður tími. Ég er klár í það að halda áfram og mun takast á við það með nýrri stjórn þegar þar að kemur,“ sagði Klara í tíufréttum RÚV. Hún sagði að stofnaður hafi verið sérstakur starfshópur sem sé ætlað að taka betur utan um kynferðisafbrotamál og koma meðferð þeirra í betri farveg innan sambandsins. Aðspurð um það hvort einhugur væri um það innan stjórnarinnar að hún myndi halda áfram svaraði Klara að hún vissi ekki til þess að fráfarandi stjórn hafi fjallað um störf hennar. Vilja að Klara segi af sér Stjórn Íslensks toppfótbolta, samtaka félaga í efstu deildum, hefur kallað eftir því að Klara hætti samhliða stjórn KSÍ til að auka traust knattspyrnuhreyfingarinnar og almennings gagnvart sambandinu. Guðni Bergsson steig til hliðar sem formaður KSÍ á laugardag í kjölfar þess að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikmanns karlalandsliðsins í knattspyrnu haustið 2017. Þórhildur lagði fram kæru en málalyktirnar urðu þær að leikmaðurinn játaði brot sín og greiddi henni miskabætur. Hún hafði áður hafnað boði um þagnarskyldusamning gegn peningagreiðslu. Þórhildur ákvað að greina frá málinu eftir að Guðni fullyrti í Kastljósi að sambandinu hefði aldrei borist formleg kvörtun vegna kynferðisofbeldis af hendi landsliðsmanns. Guðni sagði degi síðar að hann hefði misminnt en faðir Þórhildar hafði meðal annars haft samband við Guðna og aðra starfsmenn sambandsins vegna málsins. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að fá viðbrögð frá fráfarandi stjórnarmeðlimum KSÍ í kvöld, án árangurs. Fréttin hefur verið uppfærð.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Sjá meira