Naomi Osaka brotnaði niður og grét á blaðamannafundi í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2021 07:49 Naomi Osaka er ein allra besta tenniskona heims en hún hefur unnið fjögur risamót á ferlinum og er í öðru sæti á heimslistanum. AP/Patrick Semansky Tenniskonan Naomi Osaka mætti í nótt á sinn fyrsta blaðamannafund síðan hún neitaði að sinna fjölmiðlaskyldum sínum á opna franska meistaramótinu. Þessi blaðamannafundur reyndi mikið á japönsku tenniskonuna en mikil áhugi var á honum enda hún að tala við blaðamenn í fyrsta skiptið í marga mánuði. Naomi Osaka now doing her first normal press conference since May.#CincyTennis pic.twitter.com/DkI8R8BDw8— Ben Rothenberg (@BenRothenberg) August 16, 2021 Í maí sagði Osaka frá því að hversu erfitt andlega það væri fyrir sig að mæta á blaðamannafundi og að hún myndi ekki mæta á blaðamannafundi eftir leiki sína á mótinu í París. Eftir að forráðamenn opna franska meistaramótsins sektuðu hana fyrir að mæta ekki og ætluðu að fara í hart þá hætti Osaka keppni og afboðaði sig líka á Wimbledon mótið. Naomi Osaka er ein allra besta tenniskona heims en hún hefur unnið fjögur risamót á ferlinum og er nú í öðru sæti á heimslistanum. Hún var um tíma í fyrsta sætinu. Í nótt hélt Osaka þennan blaðamannafund í gegnum netið fyrir Cincinnati meistaramótið og hún fékk þá spurninguna um hvernig það væri að eiga við blaðamenn undir þeim aðstæðum. Osaka brotnaði þá niður og grét og hlé varð gert á fundinum. Osaka hélt síðan áfram þegar hún var búin að jafna sig. Fyrr í viðtalinu þá sagði Osaka vera stolt af því sem hún gerði í París. „Það var eitthvað sem varð að gerast,“ sagði Naomi Osaka. Osaka talaði um það í maí að hún hafi gert þetta til að verja andlega heilsu sína. „Mér fannst þetta vera eitthvað sem ég varð að gera fyrir mig sjálfa. Ég lokaði mig í framhaldinu inn á heimili mínu í nokkrar vikur og skammaðist mín eiginlega fyrir að fara út,“ sagði Naomi. Naomi Osaka says she will give all her earnings from an upcoming tournament to Haiti relief efforts following a 7.2-magnitude earthquake that has killed hundreds of people. https://t.co/3zGiBG4wJp— NBC News (@NBCNews) August 15, 2021 „Það sem opnaði augun mín var þegar ég fór á Ólympíuleikana og aðrir íþróttamenn komu til mín og hrósuðu mér fyrir að gera það sem ég gerði,“ sagði Naomi. Osaka studdi líka við bakið á Simone Biles sem hætti keppni í nokkrum greinum á Ólympíuleikunum vegna andlegs álags. „Ég sendi henni skilaboð en ég vildi líka gefa henni rými því ég veit hversu yfirþyrmandi hlutirnir geta verið,“ sagði Naomi Osaka. Osaka er þarna að fara að keppa á Cincinnati meistaramótinu og Naomi hafði áður tilkynnt að hún ætli að gefa allt verðlaunafé sitt á því móti til hjálparstarfsins í kjölfar jarðskjálftans á Haíti en faðir hennar er einmitt frá Haíti. Tennis Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Sjá meira
Þessi blaðamannafundur reyndi mikið á japönsku tenniskonuna en mikil áhugi var á honum enda hún að tala við blaðamenn í fyrsta skiptið í marga mánuði. Naomi Osaka now doing her first normal press conference since May.#CincyTennis pic.twitter.com/DkI8R8BDw8— Ben Rothenberg (@BenRothenberg) August 16, 2021 Í maí sagði Osaka frá því að hversu erfitt andlega það væri fyrir sig að mæta á blaðamannafundi og að hún myndi ekki mæta á blaðamannafundi eftir leiki sína á mótinu í París. Eftir að forráðamenn opna franska meistaramótsins sektuðu hana fyrir að mæta ekki og ætluðu að fara í hart þá hætti Osaka keppni og afboðaði sig líka á Wimbledon mótið. Naomi Osaka er ein allra besta tenniskona heims en hún hefur unnið fjögur risamót á ferlinum og er nú í öðru sæti á heimslistanum. Hún var um tíma í fyrsta sætinu. Í nótt hélt Osaka þennan blaðamannafund í gegnum netið fyrir Cincinnati meistaramótið og hún fékk þá spurninguna um hvernig það væri að eiga við blaðamenn undir þeim aðstæðum. Osaka brotnaði þá niður og grét og hlé varð gert á fundinum. Osaka hélt síðan áfram þegar hún var búin að jafna sig. Fyrr í viðtalinu þá sagði Osaka vera stolt af því sem hún gerði í París. „Það var eitthvað sem varð að gerast,“ sagði Naomi Osaka. Osaka talaði um það í maí að hún hafi gert þetta til að verja andlega heilsu sína. „Mér fannst þetta vera eitthvað sem ég varð að gera fyrir mig sjálfa. Ég lokaði mig í framhaldinu inn á heimili mínu í nokkrar vikur og skammaðist mín eiginlega fyrir að fara út,“ sagði Naomi. Naomi Osaka says she will give all her earnings from an upcoming tournament to Haiti relief efforts following a 7.2-magnitude earthquake that has killed hundreds of people. https://t.co/3zGiBG4wJp— NBC News (@NBCNews) August 15, 2021 „Það sem opnaði augun mín var þegar ég fór á Ólympíuleikana og aðrir íþróttamenn komu til mín og hrósuðu mér fyrir að gera það sem ég gerði,“ sagði Naomi. Osaka studdi líka við bakið á Simone Biles sem hætti keppni í nokkrum greinum á Ólympíuleikunum vegna andlegs álags. „Ég sendi henni skilaboð en ég vildi líka gefa henni rými því ég veit hversu yfirþyrmandi hlutirnir geta verið,“ sagði Naomi Osaka. Osaka er þarna að fara að keppa á Cincinnati meistaramótinu og Naomi hafði áður tilkynnt að hún ætli að gefa allt verðlaunafé sitt á því móti til hjálparstarfsins í kjölfar jarðskjálftans á Haíti en faðir hennar er einmitt frá Haíti.
Tennis Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Sjá meira