Anníe Mist kom ekki bara heim með bronsið heldur líka fullt af milljónum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2021 08:32 Anníe Mist Þórisdóttir sést hér með íslenska fánann á verðlaunapallinum á heimsleikunum. Skjámynd/Youtube/CrossFit Games Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir fékk veglegt verðlaunafé fyrir frammistöðu sína á heimsleikunum í CrossFit á dögunum. Morning Chalk Up hefur tekið saman hvað íþróttafólkið hafði upp úr krafsinu peningalega. Keppendur gátu náð sér í pening fyrir það að ná ákveðnu sæti en einnig voru aðrar bónusgreiðslur fyrir árangur í hverri grein sem og aukagreiðsla frá Reebook fyrir þá keppendur sem voru á samningi þar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe Mist náði bestum árangri íslensku keppendanna á móti og fékk samtals 105 þúsund Bandaríkjadali í verðlaunafé eða um 13,2 milljónir í íslenskum krónum. Anníe fékk 80 þúsund dali fyrir þriðja sætið og þrjú þúsund dali að auki í bónusgreiðslur fyrir árangur í einstökum greinum á heimsleikunum. Þá fékk hún fimm þúsund fyrir árangur sinn í undanúrslitamótinu á leiðinni inn á leikana og loks vann hún sér inn fjórtán þúsund aukagreiðslu frá Reebok. Björgvin Karl Guðmundsson endaði í fjórða sæti í karlakeppninni, hársbreidd frá því að komast á verðlaunapall. Hann fékk alls 64 þúsund Bandaríkjadali fyrir heimsleikana í ár eða rúmlega átta milljónir í íslenskum krónum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Katrín Tanja Davíðsdóttir, sem varð tíunda, fékk 28 þúsund dali í samanlagt verðlaunafé (3,5 milljónir) og Þuríður Erla Helgadóttir, sem varð þrettánda, fékk sextán þúsund dali eða tvær milljónir. Heimsmeistararnir fengu náttúrulega mest og enginn fékk meira en hin ástralska Tia-Clair Toomey sem var að vinna heimsleikana fimmta árið í röð hjá konunum. Toomey fékk samtals rúmlega 362 þúsund Bandaríkjadali í verðlaunafé sem gerir um 45,8 milljónir í íslenskum krónum. Sigurvegarinn hjá körlunum, Justin Medeiros frá Bandaríkjunum, fékk alls 323 þúsund dali í verðlaunafé sem gerir um 40,8 milljónir í íslenskum krónum. CrossFit Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Sjá meira
Keppendur gátu náð sér í pening fyrir það að ná ákveðnu sæti en einnig voru aðrar bónusgreiðslur fyrir árangur í hverri grein sem og aukagreiðsla frá Reebook fyrir þá keppendur sem voru á samningi þar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe Mist náði bestum árangri íslensku keppendanna á móti og fékk samtals 105 þúsund Bandaríkjadali í verðlaunafé eða um 13,2 milljónir í íslenskum krónum. Anníe fékk 80 þúsund dali fyrir þriðja sætið og þrjú þúsund dali að auki í bónusgreiðslur fyrir árangur í einstökum greinum á heimsleikunum. Þá fékk hún fimm þúsund fyrir árangur sinn í undanúrslitamótinu á leiðinni inn á leikana og loks vann hún sér inn fjórtán þúsund aukagreiðslu frá Reebok. Björgvin Karl Guðmundsson endaði í fjórða sæti í karlakeppninni, hársbreidd frá því að komast á verðlaunapall. Hann fékk alls 64 þúsund Bandaríkjadali fyrir heimsleikana í ár eða rúmlega átta milljónir í íslenskum krónum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Katrín Tanja Davíðsdóttir, sem varð tíunda, fékk 28 þúsund dali í samanlagt verðlaunafé (3,5 milljónir) og Þuríður Erla Helgadóttir, sem varð þrettánda, fékk sextán þúsund dali eða tvær milljónir. Heimsmeistararnir fengu náttúrulega mest og enginn fékk meira en hin ástralska Tia-Clair Toomey sem var að vinna heimsleikana fimmta árið í röð hjá konunum. Toomey fékk samtals rúmlega 362 þúsund Bandaríkjadali í verðlaunafé sem gerir um 45,8 milljónir í íslenskum krónum. Sigurvegarinn hjá körlunum, Justin Medeiros frá Bandaríkjunum, fékk alls 323 þúsund dali í verðlaunafé sem gerir um 40,8 milljónir í íslenskum krónum.
CrossFit Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Sjá meira