Að minnsta kosti 97 greindust smitaðir af veirunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. ágúst 2021 10:51 Sýnataka vegna Covid hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins Vísir/Vilhelm Að minnsta kosti 97 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum. Samkvæmt tölum á covid.is í morgun greindust minnst 57 smitaðir af veirunni í gær. Fréttastofu barst póstur frá upplýsingafulltrúa Almannavarna um klukkan ellefu þar sem tilgreint var að vegna bilunar hafi ekki náðst að færa inn réttar tölur á covid.is í morgun. Tölur gærdagsins verða uppfærðar á covid.is klukkan 11 á morgun en samkvæmt tilkynningunni munu rúmlega 40 bætast við þá tölu sem var sett inn á covid.is í morgun. Það gerir að minnsta kosti 97 manns. Einn greindist við landamærin í gær. Af þeim sem greindust í gær, samkvæmt covid.is, greindust 34 við einkennasýnatöku og 22 í sóttkvíar- og handahófsskimun. Þá voru 26 í sóttkví við greiningu og 31 utan sóttkvíar af þessum fyrstu 57. Alls eru nú 1.367 í einangrun, 2.101 í sóttkví og 976 í skimunarsóttkví. Einn til viðbótar lagður inn á gjörgæslu Einn til viðbótar var lagður inn á gjörgæslu í gær. Í gær voru tveir inniliggjandi á gjörgæslu, báðir í öndunarvél. Alls eru nú 24 á sjúkrahúsi með Covid-19 samkvæmt covid.is og virðist sem þrír hafi verið lagðir inn í gær en nokkuð misræmi hefur þó verið á milli upplýsinga frá Landspítalanum um innlagnir og upplýsinga á covid.is undanfarið. Meirihluti þeirra sem greindust um helgina voru bólusettir Greint var frá því í gær að 106 hafi greinst smitaðir af veirunni á sunnudag en af þeim voru 67 bólusettir og 35 óbólusettir. Inn í þann útreikning vantar fjóra upp í 106 en svo virðist sem bólusetningar-staða þeirra sé óþekkt miðað við tölur á covid.is. Upplýsingar um hlutfall bólusettra af þeim sem greindust smitaðir eru uppfærðar fyrir klukkan 16 á virkum dögum og lágu þessar upplýsingar því ekki fyrir í gær þegar greint var frá tölum. Sama staða var uppi um smit sem greindust á föstudag og laugardag en upplýsingar um hlutfall bólusettra voru uppfærðar á covid.is í gær. Af þeim 57 sem greindust smitaðir á laugardag voru 29 bólusettir og 26 óbólusettir. Þá greindust 119 smitaðir á föstudag en af þeim eru 69 bólusettir, 48 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. Fréttin var uppfærð klukkan 11:13. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Samkvæmt tölum á covid.is í morgun greindust minnst 57 smitaðir af veirunni í gær. Fréttastofu barst póstur frá upplýsingafulltrúa Almannavarna um klukkan ellefu þar sem tilgreint var að vegna bilunar hafi ekki náðst að færa inn réttar tölur á covid.is í morgun. Tölur gærdagsins verða uppfærðar á covid.is klukkan 11 á morgun en samkvæmt tilkynningunni munu rúmlega 40 bætast við þá tölu sem var sett inn á covid.is í morgun. Það gerir að minnsta kosti 97 manns. Einn greindist við landamærin í gær. Af þeim sem greindust í gær, samkvæmt covid.is, greindust 34 við einkennasýnatöku og 22 í sóttkvíar- og handahófsskimun. Þá voru 26 í sóttkví við greiningu og 31 utan sóttkvíar af þessum fyrstu 57. Alls eru nú 1.367 í einangrun, 2.101 í sóttkví og 976 í skimunarsóttkví. Einn til viðbótar lagður inn á gjörgæslu Einn til viðbótar var lagður inn á gjörgæslu í gær. Í gær voru tveir inniliggjandi á gjörgæslu, báðir í öndunarvél. Alls eru nú 24 á sjúkrahúsi með Covid-19 samkvæmt covid.is og virðist sem þrír hafi verið lagðir inn í gær en nokkuð misræmi hefur þó verið á milli upplýsinga frá Landspítalanum um innlagnir og upplýsinga á covid.is undanfarið. Meirihluti þeirra sem greindust um helgina voru bólusettir Greint var frá því í gær að 106 hafi greinst smitaðir af veirunni á sunnudag en af þeim voru 67 bólusettir og 35 óbólusettir. Inn í þann útreikning vantar fjóra upp í 106 en svo virðist sem bólusetningar-staða þeirra sé óþekkt miðað við tölur á covid.is. Upplýsingar um hlutfall bólusettra af þeim sem greindust smitaðir eru uppfærðar fyrir klukkan 16 á virkum dögum og lágu þessar upplýsingar því ekki fyrir í gær þegar greint var frá tölum. Sama staða var uppi um smit sem greindust á föstudag og laugardag en upplýsingar um hlutfall bólusettra voru uppfærðar á covid.is í gær. Af þeim 57 sem greindust smitaðir á laugardag voru 29 bólusettir og 26 óbólusettir. Þá greindust 119 smitaðir á föstudag en af þeim eru 69 bólusettir, 48 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. Fréttin var uppfærð klukkan 11:13.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira