Hátt í hundrað fjölskyldur þurft í verndarsóttkví og foreldrar tekjulausir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. ágúst 2021 11:55 Árný Ingvarsdóttir er framkvæmdastjóri Umhyggju, félags langveikra barna. aðsend Hátt í hundrað fjölskyldur langveikra barna hafa þurft í verndarsóttkví vegna faraldursins. Þetta segir framkvæmdastjóri Umhyggju sem segir jafnframt að vegna þessa hafi foreldrar verið tekjulausir um tíma þar sem frítökuréttur þessa hóps sé af skornum skammti. Árný Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, félags langveikra barna, segir stöðu foreldra langveikra barna hafa versnað í faraldri kórónuveirunnar. Hinn almenni borgari sé ekki jafn varkár lengur og þar af leiðandi sé staðan erfiðari fyrir þennan hóp. Hún segir að margar fjölskyldur hafi þurft að loka sig af til þess að vernda börn sín og að tugir ef ekki hundrað fjölskyldur hafi þurft í verndarsóttkví. „Það er svo margt annað sem spilar þarna inn í. Þarna erum við með börn sem eru með mjög miklar þjónustuþarfir og það gefur augaleið að þegar það eru mörg smit í samfélaginu. Þegar fólk er að fara í sóttkví, einangranir og annað, þá er ég að tala um starfsfólkið, að þá eru fjölskyldur komnar í mjög, mjög þrönga stöðu,“ sagði Árný í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Framan af hafi verið mikil samstaða í þjóðfélaginu um að vernda viðkvæma hópa. „Núna finnst mér kominn annar tónn í. Það er talað um það að nú eigi að lifa lífinu og koma öllu í nokkuð eðlilegt horf. Sem er eðlilegt að við viljum öll. En um leið eigi að vernda viðkvæma hópa og ég spyr hvernig eigi að gera það, ef ekki með þessu samstillta átaki? Endar það þá ekki með því að þetta fólk þarf að loka sig enn frekar af?“ Segir þennan hóp ekki með í umræðunni Þá segir hún að foreldrar hafi verið tekjulausir þar sem þeir hafi þurft að vera mikið heima með börnum í faraldrinum og löngu búnir með allan frítökurétt. „Það eina sem hefur verið lagt fram fjárhagslega er eingreiðsla upp á að hámarki um þrjátíu þúsund krónur þarna í fyrravor. Þannig já, ég upplifi það að þessi hópur sé ekki alveg með i þessari umræðu, sérstaklega varðandi framhaldið.“ Hún vill að gripið verði í taumana og að beðið verði með yfirlýsingar um að lifa með ástandinu þar til búið sé að bólusetja skólabörn og þau sem fengu Janssen og þurfa örvunarskammt. Á meðan þurfi að skipuleggja hvernig styðja eigi við þessar fjölskyldur. „Við erum búin að vera í þessu það lengi að það væri ótrúlega súrt að sá það að allt færi hér af stað og þessi hópur yrði enn verr settur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Árný Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, félags langveikra barna, segir stöðu foreldra langveikra barna hafa versnað í faraldri kórónuveirunnar. Hinn almenni borgari sé ekki jafn varkár lengur og þar af leiðandi sé staðan erfiðari fyrir þennan hóp. Hún segir að margar fjölskyldur hafi þurft að loka sig af til þess að vernda börn sín og að tugir ef ekki hundrað fjölskyldur hafi þurft í verndarsóttkví. „Það er svo margt annað sem spilar þarna inn í. Þarna erum við með börn sem eru með mjög miklar þjónustuþarfir og það gefur augaleið að þegar það eru mörg smit í samfélaginu. Þegar fólk er að fara í sóttkví, einangranir og annað, þá er ég að tala um starfsfólkið, að þá eru fjölskyldur komnar í mjög, mjög þrönga stöðu,“ sagði Árný í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Framan af hafi verið mikil samstaða í þjóðfélaginu um að vernda viðkvæma hópa. „Núna finnst mér kominn annar tónn í. Það er talað um það að nú eigi að lifa lífinu og koma öllu í nokkuð eðlilegt horf. Sem er eðlilegt að við viljum öll. En um leið eigi að vernda viðkvæma hópa og ég spyr hvernig eigi að gera það, ef ekki með þessu samstillta átaki? Endar það þá ekki með því að þetta fólk þarf að loka sig enn frekar af?“ Segir þennan hóp ekki með í umræðunni Þá segir hún að foreldrar hafi verið tekjulausir þar sem þeir hafi þurft að vera mikið heima með börnum í faraldrinum og löngu búnir með allan frítökurétt. „Það eina sem hefur verið lagt fram fjárhagslega er eingreiðsla upp á að hámarki um þrjátíu þúsund krónur þarna í fyrravor. Þannig já, ég upplifi það að þessi hópur sé ekki alveg með i þessari umræðu, sérstaklega varðandi framhaldið.“ Hún vill að gripið verði í taumana og að beðið verði með yfirlýsingar um að lifa með ástandinu þar til búið sé að bólusetja skólabörn og þau sem fengu Janssen og þurfa örvunarskammt. Á meðan þurfi að skipuleggja hvernig styðja eigi við þessar fjölskyldur. „Við erum búin að vera í þessu það lengi að það væri ótrúlega súrt að sá það að allt færi hér af stað og þessi hópur yrði enn verr settur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira