Sport

FH þrefaldur bikarmeistari í frjálsum íþróttum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hilmar Örn Jónsson setti mótsmet í sleggjukasti.
Hilmar Örn Jónsson setti mótsmet í sleggjukasti. mynd/frí

FH varð í dag þrefaldur bikarmeistari í frjálsum íþróttum þegar liðið vann karlaflokk, kvennaflokk og samanlagða keppni. ÍR-ingar þurftu að sætta sig við annað sæti í öllum flokkum.

Í kvennaflokki hlaut FH 35 stig gegn 29 stigum ÍR. Í karlaflokki var spennan meiri þar sem að FH-ingar nældu sér í 39 stig gegn 38 stigum ÍR-inga

FH vann alls sjö greinar á mótinu. Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir vann 1500 metra hlaupið á tímanum 4:57,44 mínútum, Þórdís Eva Steinsdóttir kom fyrst í mark í 400 metra hlaupi á 57,28 sekúndum og Krist­inn Torfa­son vann í lang­stökki með stökk upp á 6,77 metra.

Þá stökk Hekla Sif Magnúsdóttir lengst allra í þrístökki þegar hún stökk 11,84 metra og Arndís Diljá Óskarsdóttir vann spjótkastið með kasti upp á 43,51 metra, en það er bæting á hennar besta árangri.

Þá vann sveit FH einnig 1.000 metra boðhlaup kvenna á tímanum 2:17,00 mínútum, og Hilmar Örn Jónsson setti mótsmet í sleggjukasti þegar sleggja hans flaug 74,14 metra.

Öll úr­slit móts­ins má nálg­ast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×