Sport

Björgvin Karl niður í 8.sæti

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Björgvin Karl Guðmundsson.
Björgvin Karl Guðmundsson. Mynd af Instagram-síðu hans

Þrjár af fimm greinum dagsins á heimsleikunum í CrossFit eru nú yfirstaðnar og hefur íslensku keppendunum gengið misvel í dag.

Björgvin Karl Guðmundsson er kominn niður í 8.sæti eftir að hafa lent í vandræðum í sjöttu og sjöundu grein. Er Björgvin því kominn 122 stigum á eftir forystusauðnum, hinum bandaríska Justin Medeiros.

Anníe Mist Þórisdóttir er orðin efst íslensku kvennanna en hún er í 10.sæti í heildarkeppninni þegar tveimur greinum er ólokið í dag.

Katrín Tanja Davíðsdóttir er í næsta sæti á eftir Anníe og munar aðeins þremur stigum á þeim.

Þuríður Erla Helgadóttir hefur verið á uppleið í dag og er komin í 14.sæti.

Hér fyrir neðan má síðan sjá beinar útsendingar frá keppninni sem mun standa fram yfir miðnætti á íslenskum tíma.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×