Ísland á fjóra keppendur á fullorðinsflokki á heimsleikunum í ár. Björgvin Karl Guðmundsson keppir í karlaflokki og í kvennaflokki keppa þær Katrín Tanja Davíðsdóttir, Anníe Mist Þórisdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir.
Í gær fengu keppendur hvíldardag og fara alls fimm greinar fram í dag en þeirri fyrstu er nýlokið.
Íslensku konurnar voru afar samstíga í fyrstu grein dagsins sem innihélt meðal annars klifur og sandpokaburð en þær Anníe Mist kláraði þrautina á 12 mínútum og 20 sekúndum, eða sjöunda besta tímanum; Katrín Tanja kláraði skömmu síðar eða á 12 mínútum og 32 sekúndum. Þuríður Erla var svo á tíunda besta tímanum; 12 mínútum og 33 sekúndum.
Stökk Þuríður Erla í kjölfarið upp í 16.sæti heildarkeppninnar en þar er Anníe Mist í ellefta og Katrín Tanja í sjötta sæti.
Björgvin Karl kláraði þrautina á 12 mínútum og 26 sekúndum og varð ellefti í mark karlamegin. Hann færðist þar með niður um eitt sæti í heildarkeppninni og situr nú í 5.sæti.
Hér fyrir neðan má síðan sjá beinar útsendingar frá keppninni en inn á milli fer einnig fram keppni hjá liðum.