Innlent

Bí­ræfnir bófar bísuðu bor­vél í Bolungar­vík

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá Bolungarvík.
Frá Bolungarvík. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Vestfjörðum greinir frá því að brotist hafi verið inn í vinnuskúr í grennd við Grunnskólann í Bolungarvík. Sá sem það gerði tók meðal annars með sér Makita skrúfvél og fimm hleðslurafhlöður frá sama merki.

Eigendur skúrsins vita að allt var þar með felldu síðastliðið föstudagseftirmiðdegi klukkan fjögur. Ljóst er að verknaðurinn átti sér stað eftir það. 

Lögreglan á Vestfjörðum óskar eftir því að hver sem býr yfir upplýsingum um málið hafi samband, annað hvort á Facebook, í tölvupósti eða í síma 444-0400.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.