Sport

Okkar kona vel merkt á heimsleikunum: „Dóttir“ á sokkunum og „Davidsdóttir“ undir skónum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir í farabroddi þeirra sem Nobull styrkir. Heimsmeistarinn Tia Clair Toomey er fyrir aftan okkar konu.
Katrín Tanja Davíðsdóttir í farabroddi þeirra sem Nobull styrkir. Heimsmeistarinn Tia Clair Toomey er fyrir aftan okkar konu. Instagram/@thedavecastro

Katrín Tanja Davíðsdóttir vann silfur á heimsleikunum í CrossFit fyrra og mætir nú aftur til leiks með það markmið að komast á verðlaunapall í fimmta sinn á ferlinum.

Heimsleikarnir hefjast á morgun og kom Katrín Tanja til Madison á sunnudaginn. Innritun var í gær og þar fengu allir keppendur alls kyns varning til að nota á heimsleikunum.

Það hefur verið venjan undanfarin ár og breyttist ekki í ár. Þvert á móti þá var pakkinn enn stærri og enn yfirgripsmeiri.

Það mun ekki fara framhjá neinum hver sé á ferðinni þegar Katrin Tanja keppir á heimsleikunum ár.

Nobull er nýr aðalstyrktaraðili heimsleikanna og fer lengra en áður hefur verið farið í að merkja keppendur á leikunum.

Þetta á ekki síst við fyrrum heimsmeistara eins og Katrínu Tönju. Anníe Mist Þórisdóttur og Tiu-Clair Toomey.

Katrín Tanja og Tia-Clair eru auk þess á samningi hjá Nobull. Titlar fyrrum meistara eru vel merktir á keppnistreyjum þeirra.

Katrín Tanja er ekki aðeins með nafn sitt á keppnistreyjunni heldur er hún einnig með „Dóttir“ á sokkunum sínum og „Davidsdóttir“ undir skónum eins og sjá á í myndunum hér fyrir ofan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.