Í öðru sæti er Danith Chan, lögfræðingur. Í því þriðja er Snorri Þorvaldsson, eldri borgari. Í fjórða sæti er Ómar Már Jónsson, framkvæmdastjóri. Í því fimmta er Anna Björg Hjartardóttir, framkvæmdastjóri, og í því sjötta er Patience Adjahoe Karlsson, kennari.
Fjóla Hrund sigraði í ráðgefandi kosningum fyrr í mánuðinum. Það var eftir að tillaga uppstillinganefndar var felld þann 15. júlí. Á þeim lista átti Fjóla Hrund að vera í fyrsta sæti en Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður flokksins, vildi ekki víkja.
Sjá einnig: Fjóla Hrund hafði betur gegn Þorsteini í oddvitakjörinu
Athygli vekur að fjórar konur eru í efstu sex sætunum en forsvarsmenn Miðflokksins vinna að því að laga ásýnd flokksins varðandi jafnræði kynjanna. Miðflokkurinn er stærsti þingflokkurinn í stjórnarandstöðu, með níu þingmenn.
Annað kvöld á svo að koma í ljós hver mun leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Þar hafa þau Karl Gauti Hjaltason þingmaður, Guðmundur Víglundsson atvinnurekandi og Una María Óskarsdóttir varaþingmaður fyrir Gunnar Braga boðið fram krafta sína.
Listi Miðflokksins í Reykjavík suður í heild sinni:
1. Fjóla Hrund Björnsdóttir, stjórnmálafræðingur.
2. Danith Chan, lögfræðingur.
3. Snorri Þorvaldsson, eldri borgari.
4. Ómar Már Jónsson, framkvæmdastjóri.
5. Anna Björg Hjartardóttir, framkvæmdastjóri.
6. Patience Adjahoe Karlsson, kennari.
7. Finnur Daði Matthíasson.
8. Steinunn Anna Baldvinsdóttir.
9. Björn Guðjónsson.
10. Sigurður Hilmarsson.
11. Guðbjörg Ragnarsdóttir.
12. Tomasz Rosada
13. Hólmfríður Hafberg.
14. Guðlaugur Gylfi Sverrisson
15. Dorota Anna Zaroska.
16. Gígja Sveinsdóttir.
17. Svavar Bragi Jónsson.
18. Steindór Steindórsson.
19. Björn Steindórsson.
20. Örn Guðmundsson.
21. Hörður Gunnarsson.
22. Vigdís Hauksdóttir.